Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 63

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 63
H 1944 64 Þ átti í fjárhagsörðugleikum og leitaði aðstoðar hjá lögmanninum G. G sendi lánardrottnum Þ bréf, þar sem hann bauð greiðslu á 15% krafna þeirra sem fullnaðargreiðslu. Meðal lánardrottna Þ var M, og beindi G bréfi af fyrr- greindum toga til lögmanns M, MT. í svarbréfi MT til G, sem hann ritaði vegna krafna M og annars umbjóðanda síns, sagði MT, að hann féllist á að veita fullnaðarkvittun gegn greiðslu framboðinnar fjárhæðar. Nokkrum dögum eftir ritun þessa bréfs fékk MT fyrirmæli frá M um að neita með öllu eftirgjöf af kröfunni. MT tilkynnti bæði munnlega og bréflega um þessa breyttu afstöðu, en fékk allt að einu senda greiðslu frá G á kröfunum að teknu tilliti til eftirgjafar. MT neitaði viðtöku greiðslu og höfðaði mál gegn Þ til heimtu skuldarinnar. Bar Þ því við að MT hafi á bindandi hátt gefið eftir 85% af kröfu M og krafðist sýknu gegn greiðslu fjárhæðar, er næmi 15% hennar. f héraðsdómi segir, að fram hafi komið, að MT hafi ekki haft umboð til eftirgjafar á kröfunni frá M og hafi Þ ekki haft réttmæta ástæðu til að ætla, að í stöðuumboði MT fælist slík heimild. Var Þ því dæmdur til greiðslu umkrafinnar fjárhæðar. Var héraðs- dómur staðfestur í Hæstarétti með þeirri athugasemd, að ákvæði 4. gr. MFL veittu hvorki beinum orðum né með lögjöfnun heimild til eftirgjafar kröfu og fælist slík heimild til lögmanna ekki í öðrum réttarreglum. Þó verður að hafa í huga, að eins og áður sagði, getur eins konar ígildi slfkrar eftirgjafar fallið innan ramma umboðs málflutningsumboðsmanns, til dæmis ef hann rökstyður ekki í málflutningi kröfu, sem mótmæli koma fram gegn.56 Dómari myndi þá hafna kröfum umbjóðandans með vísan til þess, að ekki hafi með fullnægjandi hætti verið sýnt fram á réttmæti þeirra. Hér er rætt um eftirgjöf á kröfum umbjóðanda, en til hliðstæðrar niðurstöðu fyrir umbjóðanda gæti það einnig leitt, að málflytjandi beinlínis viðurkennir kröfur gagnaðila, ýmist gagnkröfu til skuldajafnaðar eða til sjálfstæðs dóms, sbr. 28. gr. EML. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. MFL eru slíkar yfirlýsingar bindandi fyrir umbjóðanda, hvort heldur um forms- eða efnisatriði máls. Til dæmis má hér minnast á áðumefndan H 1932 634, en þar var yfirlýsing umboðsmanns málsaðila, þar sem hann viðurkenndi að hafa mætti fymda kröfu til skulda- jafnaðar, talin bindandi fyrir aðila. Minnt skal á, að samkvæmt 62. gr. KU 1877 varð það talið falla innan ramma málflutningsumboðs að viðurkenna kröfu gagnaðila. Hafi málflutningsumboðsmaður með óréttmætum hætti viðurkennt kröfur gagnaðila umbjóðanda sínum til tjóns, gæti það þó eftir atvikum bakað honum bótaskyldu gagnvart skjólstæðingi hans í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar, sbr. einnig áðurgildandi NL 1-9-13. Almennt verður að ætla, að það falli utan málflutningsumboðs að veita greiðslufrest á kröfum umbjóðanda, en hér er átt við frest, sem veittur er annað hvort fyrir eða eftir rekstur málsins fyrir dómi. Slíkum fresti verður tæplega jafnað til gerðar dómsáttar. Með málflutningsumboði felur umboðsmaður, ef 56 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 126. 213

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.