Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 71
málflutningsumboðs, og hann hefði þannig notið frelsis til ákvörðunar um.
Orðalag 2. mgr. 4. gr. MFL gefur beinlínis til kynna, að málsaðili geti gert hvort
heldur litlar eða miklar takmarkanir á heimildum málflytjanda í málflutn-
ingsumboði, þannig að umboðsmaður hans geti ekki tekið afstöðu til ákveðinna
atriða upp á sitt eindæmi eða verði bundinn gagnvart skjólstæðingi sínum um
að halda með tilteknum hætti fram málstað hans. Málsaðili getur til dæmis gefið
umboðsmanni sínum þau fyrirmæli, að hann megi ekki samþykkja, að gagnaðili
fái neina fresti, viðurkenna að nein staðhæfing gagnaðila eigi við rök að styðjast
eða taka ákvörðun um afstöðu til vitnisburðar tiltekins manns, nema að höfðu
samráði við sig. Með sama hætti getur málsaðili gefið umboðsmanni sínum
fyrirmæli til hagsbóta fyrir gagnaðila, þannig að umboðsmaðurinn verði að
samþykkja allar óskir gagnaðilans um fresti eða taka tilteknar eða allar
staðhæfingar gagnaðilans góðar og gildar.75 Fyrirmæli sem þessi eru talin
bindandi í samskiptum málflytjanda og málsaðila.76 Brjóti umboðsmaður gegn
þeim sérstöku fyrirmælum, sem umbjóðandi hefur sett honum, fer hann út fyrir
umboð sitt og bakar sér eftir atvikum bótaskyldu gagnvart umbjóðanda
sínum.77
I 2. mgr. 4. gr. MFL er fjallað um gildi málflutningsathafna og yfirlýsinga
málflutningsumboðsmanns gagnvart gagnaðila í þeim tilvikum, þar sem
umbjóðandinn hefur takmarkað umboðið með sérstökum fyrirmælum. Þar segir
nánar tiltekið, að umbjóðandi sé bundinn við málflutningsathafnir og yfir-
lýsingar umboðsmanns síns bæði um forms- og efnisatriði máls, enda þótt hann
hafi takmarkað umboð gagnaðila sínum í óhag. Hafi umbjóðandi hins vegar
takmarkað umboðið gagnaðila sínum í hag sé sú takmörkun bindandi fyrir
umbjóðanda sem málflutningsyfirlýsing fyrir dómi. Afleiðingar þess, að
umbjóðandinn fylgir ekki fyrirmælum umbjóðanda síns, eru því mismunandi
eftir því, hvort fyrirmælin eru gagnaðila í hag eða í óhag. Skilmálar í mál-
flutningsumboði, sem teljast gagnaðilanum í hag, skoðast bindandi út á við án
tillits til yfirlýsinga umboðsmannsins eða þess, hvort hann vilji hlíta þeim 78 Ef
umbjóðandinn hefur til dæmis lýst sig samþykkan fresti, getur gagnaðili krafist
þess, að andmæli umboðsmanns við frestbeiðni verði að engu höfð. Sama er, ef
umbjóðandinn hefur samþykkt kröfu fyrir dómi eða bannað umboðsmanni að
hafa uppi ákveðna vöm til dæmis að krafa sé fyrnd, þá stoðar umboðsmann ekki
að neita kröfu eða hafa uppi slíka vöm.79 Er reglan því sú, að yfirlýsingar
málflytjanda, sem eru gagnaðila til íþyngingar og í blóra við sannanleg fyrir-
mæli umbjóðanda hans, skoðast marklausar. Hafi umbjóðandi gefið umboðs-
75 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 126.
76 von Eyben: Procesfuldmagt, bls. 82.
77 Til dæmis Munch-Pedersen: Den danske Retspleje II., bls. 70 og Markús Sigurbjörnsson:
Einkamálaréttarfar. bls. 127.
78 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 127.
79 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 112.
221