Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 72
manni sínum fyrirmæli, sem skoðast gagnaðila í óhag, gildir hins vegar gagn- stæð regla. I þeim tilvikum verður umbjóðandinn bundinn við yfirlýsingar umboðsmannsins, þótt hann brjóti gegn sérstökum fyrirmælum umbjóðanda síns. Þannig má segja. að sérstakir skilmálar í urnboði, sem teljast gagnaðila í óhag, skipti ekki máli fyrir gildi málflutningsathafna gagnvart gagnaðila.80 Þótt aðili hafi til dæmis skipað umboðsmanni að neita um frest, að mótmæla tilteknu atviki, að mótmæla vitnaleiðslu eða skipað honum að kiæfjast frávísunar, verða yfirlýsingar málflytjanda lagðar til grundvallar, þótt hann samþykki frest til handa gagnaðila, játi að atvik hafi orðið með tilteknum hætti, samþykki vitna- leiðslu eða krefjist ekki frávísunar eins og til var ætlast.81 Málflytjandi getur þannig óhlýðnast fyrirmælum umbjóðanda síns svo bindandi sé, ef það er gert til hagsbóta fyrir gagnaðilann.82 I samningarétti gildir sú meginregla, að löggemingar umboðsmanns verða ekki bindandi fyrir umbjóðanda hans, ef viðsemjanda var um það kunnugt, að umboðsmaðurinn hafi ekki urnboð til samningsgerðarinnar. Sú spurning vaknar hér, hvort þær reglur verði heimfærðar upp á umræddar réttarfarsreglur með því, að yfirlýsingar málflytjanda teljist bindandi fyrir skjólstæðing hans, jafnvel þótt gagnaðila sé fullkunnugt urn, að málflytjandinn hafi ekki haft umboð til þeirra. Talið hefur verið að „slík regla undantekningarlaus mundi... verða mjög óheppileg hér, [og] valda hinum mesta ruglingi“.83 „Öryggis vegna og reglu“, skipti það því ekki máli, þótt gagnaðilanum hafi verið kunnugt um þau sérstöku fyrirmæli í umboðinu, sem brotið var gegn.84 Einnig er talið, að dómara beri ekki að gæta þess sjálfkrafa, hvort umboðsmaður fari út fyrir umboð sitt, þótt honum sé kunnugt um takmörkun á umboði málflytjandans.85 Þess má geta, að í norskum, sænskum og þýskum rétti gildir sú regla, að aðila er óheimilt að takmarka umboð umboðsmanns síns, en nokkur óvissa virðist ríkja í þeim efnum í dönskum rétti.86 Með sama hætti og heimilt er að þrengja málflutningsumboð frá því, sem verður leitt af almennri reglu 2. mgr. 4. gr. MFL, getur málsaðili veitt mál- flytjanda víðtækara umboð til ráðstafana en felast í almennu umboði. Aðilinn getur þannig falið umboðsmanni sínum að ráða fram úr atriðum máls, sem hann hefði annars ekki umboð til, til dærnis að gera dómsátt, þar sem fallið er frá kröfum umbjóðandans, eða leysa vitni undan þagnarskyldu. Reglur 4. gr. MFL kveða hins vegar hvorki á um það hvernig slíkt umboð verður sannað né um 80 Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 110. 81 Einar Arnórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111. 82 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 127. 83 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar. bls. 230. 84 Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 110 og Þór Vilhjálmsson, Réttarfar II., bls. 45. 85 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 231, en Þór Vilhjálmsson, Réttarfar II.. bls. 46, virðist þó telja, að vitneskja dómara kunni að skipta máli. 86 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45 og Gomard: Civilprocessen, bls. 245-246. 222
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.