Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 75
Sams konar regla og hér er gert ráð fyrir er lögfest berum orðum í 45. gr.
norsku réttarfarslaganna, en þar segir, að lögmanni sé skylt að mæta sjálfur við
aðalflutning máls, nema annað sé sérstaklega umsamið. Utan þess sé honum
hins vegar heimilt að fela öðrum einstök verkefni.93
I dönskum rétti er einnig gert ráð fyrir, að lögmanni sé heimilt að fela öðrum
lögmanni einstök minni háttar verkefni, án þess að afla til þess samþykkis
skjólstæðings síns. Dómur í UfR. 1988 720 bendir þó til þess, að verkefni hins
síðari lögmanns geti orðið viðameiri en ef til vill var ráðgert í upphafi.
UfR. 1988 720
Málavextir voru þeir, að lögmaðurinn P óskaði eftir því við lögmanninn T, að
hann mætti í hans stað vegna skjólstæðings hans, A, við þingfestingu máls, sem
A hafði höfðað á hendur L. Lögmaðurinn T sótti þing, en útivist varð af hálfu
L og dómur gekk í samræmi við kröfur A. Nokkru síðar krafðist L
endurupptöku málsins, þar sem hann taldi að ekki hafi verið staðið rétt að
birtingu stefnu fyrir honum. Lögmanninum T var tilkynnt um endurupptöku
málsins og mætti hann í þinghaldi þar sem krafan var tekin fyrir. Hvorld P né
skjólstæðingur hans fengu hins vegar vitneskju um væntanlega fyrirtöku
málsins. Fallist var á endurupptöku málsins í undirrétti. Er P frétti það, sem
orðið var, kærði hann úrskurð undirréttar til landsréttar. Fyrir dóminn var lögð
álitsgerð „Advokatrádet", þar sem fram kom að venja væri fyrir því, að
lögmenn, sem tekið höfðu að sér að mæta í málum fyrir aðra lögmenn, hefðu
heimild til að taka við tilkynningum vegna endurupptöku málsins og einnig að
mæta við fyrirtöku máls um endurupptökuna. Var því kæra P, að endurupptöku
málsins skyldi hafnað, ekki tekin til greina.
Þá er einnig talið, að lögmanni sé heimilt að fela starfsbróður sínum á sömu
skrifstofu einstök verkefni í skjóli umboðs síns, en slíkar heimildir ráðast þó af
starfssambandi skjólstæðings o" lögmanns, eðli máls og atvikum hverju sinni.94
Siðareglur Lögmannafélags Islands geyma sérstakar reglur um það efni, sem
hér er rætt. Aður er getið um 2. mgr. 10. gr., þar sem fram kemur, að lögmaður
skuli leita samþykkis skjólstæðings síns, ef fela þarf mál hans öðrum lögmanni.
Samkvæmt 27. gr. er lögmaður, sem leitar til annars lögmanns um málefni
skjólstæðings síns eða felur mál hans öðrum lögmanni, persónulega ábyrgur
fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði og þóknun hans, nema um annað sé samið.
Því gæti hinn síðari lögmaður ekki krafið umbjóðandann um greiðslu vegna
starfans.95 Þá má einnig minnast á 1. mgr. 26. gr., en þar segir, að lögmanni sé
óheimilt að taka að sér verkefni, sem annar lögmaður hefur haft til meðferðar,
fyrr en aðili hafi gert þeim síðamefnda full skil eða sérstakt samþykki hans
komi til að öðrum kosti, en lögmanni er þó þrátt fyrir það, að vissum skilyrðum
93 Skeie: Den norske civilproces, bls. 396.
94 Gomard: Civilprocessen, bls. 247.
95 Munch-Pedersen: Den danske Retspleje II.,bls. 75.
225