Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 77
fógeti hlutaðist til um það, að braggi, sem var í eigu T, yrði rýmdur af leigulandi H. I úrskurði fógetaréttar hermdi fógeti ranglega kröfu H á þá leið, að stefndi verði borinn út úr bragganum. H áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar til ómerkingar og krafðist þess, að málinu yrði vísað heim í hérað til uppkvaðn- ingar nýs úrskurðar. Lögmaðurinn M bar fyrir Hæstarétti, að hann hafi látið fógeta lesa fyrir sér niðurstöðu úrskurðarins, þar sem sagði, að gerðin skyldi fara fram, og hafi hann því litið svo á, að kröfur H um rýmingu braggans hefðu verið teknar til greina. Er málið var tekið fyrir í fógetadómi Reykjavíkur mætti löglærður fulltrúi af hálfu M. Var þar bókað, að krafist væri útburðar samkvæmt áðurgreindum úrskurði. Málið var aftur tekið fyrir nokkru síðar, og mætti þá lögfræðingurinn J af hálfu M. Var þar enn bókað, að krafist væri útburðar. Lögmaðurinn M kvaðst ekki hafa vitað um kröfur og bókanir þær, sem fulltrúar hans höfðu gert fyrir fógeta. Taldi hann, að ranghermi fógeta á kröfum H og niðurstaða úrskurðarins, sem hafi verið í samræmi við ranghermið, eiga að valda ómerkingu úrskurðarins og heimvísun málsins, enda verði ekki mark tekið á bókunum og kröfum fulltrúa hans, sem gerðar voru að honum for- spurðum. I dómi Hæstaréttar segir, að fulltrúar M, sem séu löglærðir og full- gildir til fyrirsvars fyrir dómi, hafi krafist þess berum orðum, að úrskurðinum yrði fullnægt. Verði yfirlýsingar þeirra og framkoma ekki skýrð á annan hátt en þann, að þeir vildu fyrir hönd áfrýjanda hlíta niðurstöðu úrskurðarins. Verði að telja áfrýjanda bundinn við þessar yfirlýsingar þeirra, sem ekki samrýmdust áfrýjun málsins. Samkvæmt þessu var málinu vísað frá Hæstarétti. Fulltrúi lögmanns er að öllu leyti háður vinnuveitanda sínum í starfi, enda starfar hann í skjóli málflutningsréttinda vinnuveitandans og annast viðfangs- efni, sem vinnuveitandanum hefur verið veitt málflutningsumboð til að hafa með höndum. Talið er, að í ljósi þess sé staða lögmannsfulltrúa um margt áþekk stöðu dómarafulltrúa, þótt á ólíku sviði sé.100 Lögmaður ber ábyrgð á fulltrúa sínum eftir almennum reglum og gæti þannig orðið bótaskyldur vegna tjóns, sem fulltrúinn hefur valdið þriðja manni.101 3.5 Sönnun umboðs Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. MFL er lögmaður eða fulltrúi hans, sem sækir dómþing fyrir aðila, talinn hafa umboð til þess, nema annað sé sannað. í þessu felst, að fyrirfram er gert ráð fyrir því, að tilteknir málflytjendur hafi málflutningsumboð fyrir aðila, þannig að umboðsmaður þarf ekki að leggja fram sérstaka staðfestingu frá aðila málsins um heimild sína. Samkvæmt skýru orðalagi 1. mgr. 4. gr. tekur sönnunarregla þessi hins vegar aðeins til þess að sækja dómþing fyrir aðila. Þó verður að telja, að eðli málsins samkvæmt taki reglan jafnt til þess að „framkvæma sérhvað það, sem venjulegt er til flutnings slíks máls fyrir dómi“, sbr. 2. mgr. 4. gr. MFL. Samkvæmt þessu gætir dómari 100 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 122. 101 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 114. 227

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.