Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 88

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 88
Eins og fyrr segir kom Lögfræðingatalið sjálft út haustið 1993 í þremur bindum. Ólokið er enn vinnu við fjórða bindið. Vonir stóðu til að fjórða bindið kæmi út nú fyrir árslok 1995 en seinkar af tæknilegum ástæðum vegna nafnaskrár. I fjórða bindinu verða m.a. æviskrár liðlega eitt hundrað erlendra lögfræðinga af íslenskum uppruna, æviskrár tæplega eitt hundrað lögfræðinga sem útskrifuðust 1993 og 1994, heimildaskrá og leiðréttingar auk ítarlegrar nafnaskrár. 7. Samstarf við önnur lögfræðingafélög á Norðurlöndum Fyrir nokkrum árum tókst samvinna við önnur lögfræðingafélög á Norður- löndum. Framkvæmdastjóri félagsins sótti í ágúst 1995 árlegan fund fram- kvæmdastjóra norrænna lögfræðingafélaga. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Finnlandi. 8. Félagaskrá og félagsgjöld A þessu starfsári voru 797 gíróseðlar sendir til félagsmanna með árgjaldi sem að þessu sinni var ákveðið kr. 3.000 og var það óbreytt frá síðasta starfsári. Er reikningum þessa starfsárs var lokað höfðu 548 greitt árgjaldið. Skil árgjalds hafa batnað eftir að félagið fól Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis að annast innheimtuna. Auk þess hefur markvisst átak verið gert í innheimtu eldri félags- gjalda og hefur það starf borið ágætan árangur. Félagsmenn sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. 9. Nýr heiðursfélagi Flinn 11. júní 1995 voru liðin 60 ár frá því að Auður Auðuns síðar ráðherra og alþingismaður lauk lagaprófi frá Háskóla Islands fyrst íslenskra kvenna. Stjórn félagsins ákvað að útnefna frú Auði heiðursfélaga Lögfræðingafélags Islands. Aður höfðu Agnar Kl. Jónsson sendiherra og dr. Armann Snævarr prófessor og hæstaréttardómari og fyrsti formaður lögfræðingafélagsins verið gerðir að heiðursfélögum þess. Stjórn félagsins hélt Auði samsæti 26. júní 1995 þar sem henni var afhentur gripur til minja um útnefningu hennar sem heiðursfélaga auk skjals því til staðfestingar. 10. Afmæli Hæstaréttar Islands Hæstiréttur íslands varð 75 ára hinn 16. febrúar 1995. Stjóm félagsins ákvað í tilefni þessara tímamóta að færa réttinum áritað Lögfræðingatal 1736-1992. Formaður félagsins flutti réttinum kveðjur félagsins og afhenti gjöfina við hátíðlega athöfn sem haldin var í dómsal Hæstaréttar að morgni 16. febrúar 1995. 11. Lokaorð Stjórn Lögfræðingafélags íslands hefur margvíslegar hugmyndir um aukið og 238

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.