Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 13
íslenskt fjármögnunarfélag í eigu kanadískrar samstæðu hafði á árinu 1999 óskað eftir því við ríkisskattstjóra að staðfest væri í bindandi áliti, sbr. 1. nr. 91/1998, að 99% af hagnaði félagsins væri talinn tilheyra útibúi þess í Sviss og væri þess vegna undanþeginn skatti á íslandi, en 1% hagnaðarins væri talinn skattskyldur á Islandi. Stefnt var að því að hlutafé hins íslenska félags yrði a.m.k. 170 milljónir Bandaríkja- dala eða um 12,4 milljarðar íslenskra króna á þáverandi gengi. Svissneska útibúinu var ætlað að hafa a.m.k. einn starfsmann, starfandi á fullbúinni skrifstofu, og átti það að annast lánsfjármögnun innan samstæðunnar, sem hafði starfsemi í fleiri löndum. Meiningin var að íslenska félagið stundaði fjármögnunarstarfsemi sína eingöngu í svissneska útibúinu, en starfsemin á íslandi fælist í framkvæmdastjóm, ákvarðana- töku, færslu bókhalds félagsins og tilfærslu fjármuna þess. Gert var ráð fyrir því að stjóm félagsins hittist reglulega á íslandi. íslenska félagið vísaði í þessu sambandi til þess að hlutfallsskiptingin 1 á móti 99 hefði verið samþykkt hjá öðrum íslenskum félögum í sambærilegum málum í bindandi álitum ríkisskattstjóra frá árinu 1998. Ríkiskattstjóri hafnaði beiðni félagsins með þeim meginrökstuðningi að útibúið í Sviss væri einungis umboðsaðili fyrir íslenska félagið og hefði því með höndum eins konar lána- og verðbréfamiðlun fyrir íslenska félagið og bæri því að skattleggja megnið af hagnaðinum á Islandi. Ríkisskattstjóri vísaði í þessu sambandi til 2. mgr. 7. gr. samningsins við Sviss, og ennfremur 9. greinar sama samnings, sbr. ennfremur 1. mgr. 58. greinar tskl. Yfirskattanefnd taldi að ríkisskattstjóri hefði brotið jafnræðisreglu 11. greinar stjóm- sýslulaga með því að synja íslenska félaginu um sams konar bindandi álit og veitt höfðu verið af embættinu á árinu 1998 í sams konar málum. Var gengið út frá því af hálfu nefndarinnar að embættið hefði þá pætt armslengdarsjónarmiða við skiptingu hagnaðarins milli höfuðstöðva og útibús. Alit ríkisskattstjóra frá 1999 var því ómerkt og beiðni félagsins staðfest í samræmi við bindandi álit ríkisskattstjóra frá árinu 1998 og með sömu skiptihlutföllum og þar hafði verið fallist á. Um hið breytta mat ríkisskattstjóra segir yskn. orðrétt: „Þetta breytta mat sitt studdi ríkisskattstjóri við reglu 2. tl. 7. gr. tvísköttunarsamningsins, sbr. og 9. gr. hans, en ríkisskattstjóri telur að í báðum þessum greinum samningsins felist svonefnd „armslengdarregla". A grundvelli þessarar reglu lagði ríkisskattstjóri allt annað mat en kærandi á þá lýsingu á starfsemi og hlutverki umrædds útibús í Sviss sem fram kom í álitsbeiðninni og taldi að starfsemi útibúsins væri fyrst og fremst umsýsla með fjármuni hins íslenska hlutafélags. Ályktaði ríkisskattstjóri um skiptingu tekna og eigna milli höfuðstöðva og útibús á þessum grundvelli og neitaði að staðfesta framsetta skiptingu kæranda án þess þó að taka af skarið um það hver skiptingin ætti nákvæmlega að vera. Slíkt réðist af mati hverju sinni í samræmi við armslengdarregluna. í úrskurði sínum frá 1999 virðist ríkisskattstjóri álíta að armslengdarreglan feli í sér heimild til þess að endurskilgreina atvik og atburðarás út frá einhvers konar sniðgöngu- eða málamyndasjónarmiðum. Þannig virðist hann telja unnt, með vísan til 2. mgr. 7. gr. og 9. gr. svissneska samningsins, sbr. 58. gr. tskl., að telja starfstöðina í Sviss vera umboðsaðila fyrir höfuðstöðvamar á íslandi, þrátt fyrir að atvikalýsingar málsins minnist ekki á slíkt fyrirkomulag eða gefi það á nokkum hátt til kynna að um umboðsmennsku eða umsýslu sé að ræða. Yfirskattanefnd hafnar því að hægt sé að teygja armslengdarregluna svo langt. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.