Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 21
eigu sinni sem njóta einhvers skattalegs hagræðis umfram það sem áður var, hafa skattyfirvöld verið nokkuð á varðbergi þegar þau hafa álitið að viðkom- andi breytingar „hafi eingöngu verið gerðar í skattalegum tilgangi“. Agrein- ingur í slíkum málum milli gjaldenda og skattyfirvalda hefur oft á tíðum verið rekinn á grundvelli málamynda- eða skattasniðgöngusjónarmiða, enda þótt hér sé oft um að ræða hefðbundin armslengdarmál. Að sjálfsögðu verður að ganga út frá því sem aðalreglu að breytingar af þessu tagi, með stofnun einkahlutafélags, dótturfélaga, tilfærslu eigna, sam- einingu og klofningu o.s.frv., séu fullkomlega lögmætar. Ef slíkar breytingar eru gerðar með lögformlegum hætti og starfsemi í raun flutt yfir í hin nýju félög eða einingar og stunduð þar, á skattlagning þeirra að fara fram í samræmi við breytingamar að hafðri hliðsjón af gildandi armslengdarreglum. Armslengdar- reglna þarf bæði að gæta þegar viðkomandi breyting á formi rekstrar er fram- kvæmd og einnig í sambandi við öll viðskipti milli eiganda og félaga og milli félaganna sjálfra. Skattalögin sjálf gera ráð fyrir slíkum breytingum, sbr. t.d. 56. gr., 56. gr A og 57. gr. tekjuskattslaga. Þá hefur ríkisskattstjóri sett sérstakar verklagsreglur vegna stofnunar einkahlutafélags úr einstaklingsrekstri, sbr. verklagsreglur rsk. 4. desember 1997, þar sem vikið er að armslengdarreglum. Það má ljóst vera að skattyfirvöld hafa ekki heimild til þess að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana, enda þótt einstaklingur ákveði það „eingöngu í skattalegum tilgangi“ að reka fyrirtæki sitt framvegis í formi einkahlutafélags, ef við stofnun félagsins og framtíðarrekstur er gætt að armslengdarreglum. Sama gildir þegar, t.d., starfandi hlutafélag ákveður að stofna sérstakt félag sem fær síðan leyfi viðskiptaráðuneytisins til þess að starfa sem alþjóðlegt við- skiptafélag samkvæmt lögum nr. 31/1999,25 og færir síðan leyfilegan hluta af starfsemi sinni yfir í slíkt félag. í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 25. febrúar 1998 í máli I. Guðmundssonar ehf. og ýmsum úrskurðum yfirskattanefndar frá 1996 og síðar er fjallað um álitaefni af svipuðum toga sem hér hefur verið rakið. í máli I. Guðmundssonar ehf. voru málavextir í sem stystu máli þeir að eigendur I.G. ehf„ sem stundaði innflutningsverslun og heildsölu, keyptu á árinu 1991 S, sam- eignarfélag sem átti m.a. ónotað verulegt tap, en hafði ekki haft með höndum rekstur í nokkur ár. Eftir kaupin yfirtók S innflutning og tollafgreiðslu vara sem I.G. ehf. hafði pantað og seldi nær samstundis til I.G. ehf. með ríflegri álagningu og hagnaði sem étinn var upp af yfirfærðu tapi S. Skattyfirvöld færðu hagnað S af viðskiptunum, sem nam samtals um 6,7 milljónum á árunum 1991 til 1994, til tekna hjá I.G. ehf. með álagi með vísan til 1. mgr. 58. gr. Dómurinn taldi með vísan til sömu greinar og 25 Erfitt kann að vera að beita ýmsum sjónarmiðum um skattasniðgöngu eftir lögfestingu þessara laga og er spuming hvort ekki þurfi eftir atvikum að endurskoða ýmsar ályktanir um framkvæmd eftir lögfestinu reglnanna um alþjóðleg viðskiptafélög. Hins vegar mun reyna meira á armslengdar- reglur við framkvæmd laganna. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.