Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 27
b) sömu aðilar taka beinan eða óbeinan þátt í stjóm eða yfirráðum fyrirtækis í
samningsríki, svo og fyrirtækis í hinu samningsríkinu, eða eiga, beint eða óbeint,
hluta af fjármagni þeirra, og hlutaðeigandi fyrirtæki semja eða setja í öðru hvoru
tilvikinu skilmála um innbyrðis samband sitt á viðskipta- eða fjármálasviðinu sem
eru frábragðnir því sem væri ef fyrirtækin væru óháð hvort öðru, má allur hagnaður,
sem án þessara skilmála hefði runnið til annars fyrirtækisins, en rennur ekki til þess
vegna skilmálanna, teljast til hagnaðar þess fyrirtækis og skattleggjast samkvæmt
því.
Vandamál varðandi milliverðlagningu hafa lengi verið á dagskrá á alþjóð-
legum vettvangi og mönnum hefur lengi verið ljós þýðing þess að þau væru
leyst á grundvelli sömu eða svipaðra grundvallarsjónarmiða. OECD hefur því
um langan aldur unnið að samræmdum reglum á þessu sviði. Þessi vinna leiddi
af sér innleiðingu 9. greinar í samningsfyrirmynd OECD þegar á árinu 1963.
Við samningu reglunnar hefur það verið haft að leiðarljósi að tryggð væri réttlát
skipting tekna fjölþjóðafyrirtækja milli einstakra landa og að þessi fyrirtæki
sættu ekki alþjóðlegri tvísköttun.
I athugasemdum með samningsfyrirmyndinni segir m.a. að greinin fjalli um
leiðréttingu hagnaðar sem heimilt sé að framkvæma í skattalegum tilgangi í
þeim tilvikum þegar tengd fyrirtæki (móður- og dótturfélög og félög undir
sameiginlegri stjóm) hafa komist að samningsskilmálum sín á milli sem ekki
séu í samræmi við armslengdarsjónarmið. Tekið er fram að stofnunin hafi varið
umtalsverðum tíma og erfiði í rannsókn skilyrða fyrir notkun 9. greinar og
hverjar afleiðingar hún geti haft og hvaða aðferðum verði beitt til þess að
leiðrétta hagnað í þeim tilvikum er armslengdarsjónarmiða hefur ekki verið
gætt. Arangur þessarar vinnu komi fram í skýrslu stofnunarinnar „Leiðbein-
ingar fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki og skattyfirvöld um milliverðlagningu" sem sé
uppfærð reglulega til þess að endurspegla stöðu þeirrar vinnu sem framkvæmd
sé á vegum OECD.38 Leiðbeiningamar hafa að geyma alþjóðlega viðurkennd
grundvallarsjónarmið og fela í sér leiðbeiningar um beiting þeirrar armslengd-
arreglu sem 9. grein samningsfyrirmyndarinnar felur í sér.
Armslengdarreglan felur það í sér, sbr. framansagt, að hagsmunatengdir
aðilar mega ekki í viðskiptum sín á milli ákveða hagnaðarskilmála sem eru
frábrugðnir því sem óháð fyrirtæki myndu hafa ákveðið sín á milli. Frávik frá
armslengdarreglunni heimila skattyfirvöldum í öðru ríkinu, skv. greininni, að
hækka hagnað viðkomandi fyrirtækis í því ríki til samræmis við það sem hann
hefði orðið í óháðum viðskiptum.
Einhliða hækkun af þessu tagi í öðru samningsríkinu gæti valdið efna-
hagslegri tvísköttun hjá tengdum fyrirtækjum í báðum ríkjunum samtals. Reynt
er að vinna á móti slíku með ákvæðum 2. mgr. 9. gr. þar sem gert er ráð fyrir
38 Model Tax Convention On Income And On Capital, OECD June 1998, condensed version, bls.
114, sbr. ennfremur Transfer Pricing Guidelines For Multinational Enterprises And Tax Adminis-
trations, OECD July 1995.
95