Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 80
manna samkvæmt lögum skuli ávallt byggjast á málefnalegum grundvelli. Mis- mununin má ekki byggjast á þeim ómálefnalegu forsendum sem upp eru taldar í ákvæðinu né öðrum viðlíka. Þeim sem eins er ástatt um í málefnalegu tilliti má ekki mismuna. Þessi skilningur er raunar forsenda þess að talið sé um eiginlega lagareglu að ræða en ekki opna heimild til dómenda til að miðla í dómum sínum til málsaðila huglægu réttlæti, eins og dómarinn sem í hlut á kýs að meta það. Eg tel að á undanfömum árum megi finna allmörg dæmi um það sem kalla mætti misnotkun dómstóla á þessari almennu jafnræðisreglu. Eg læt nægja að nefna þrjú dænti um þetta: H 1997 683. Vísað var til 65. gr. stjómarskrárinnar til stuðnings þeirri dómsniður- stöðu að ekki mætti, við ákvörðun skaðabóta vegna varanlegrar örorku til handa ungri stúlku, miða við þá forsendu í útreikningum tjónsins að meðaltekjur kvenna hafi almennt verið lægri en karla þó að ekki væri vefengt að sú væri raunin. Telja verður þessa niðurstöðu nánast fjarstæða. Ekkert getur verið athugavert að miða ákvörðun um fjárhæð tjóns við bestu fáanlegar upplýsingar um tjónið á þeim tíma sem ákvörðun er tekin. Raunar má fremur telja það ólögmætt misrétti að ákveða bætur til sumra tjónþola hærri heldur en leiðir af slfkri viðmiðun, en ekki til annarra. Svo er að sjá sem einhvers konar pólitísk draumsýn um stöðu karla og kvenna í framtíðinni hafi ráðið niðurstöðu dómsins um þetta efni. Ekki er með nokkru móti unnt að fallast á að beita megi jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar með þessum hætti. Sé það gert er hún í rauninni hætt að vera eiginleg lagaregla en þess í stað farin að þjóna því hlutverki að vera heimild til handa dómendum til að úthluta lands- lýðnum lífsgæðum eftir huglægu mati. H 1998 500. Fjármálaráðherra hafði synjað rílcisstarfsmanni af karlkyni um launað fæðingarorlof með vísan til þess að réttur til slíks orlofs væri í lögum bundinn við konur. Hæstiréttur dæmdi synjunina ólögmæta og studdi þá niðurstöðu við 2. mgr. 65. gr. stjómarskrárinnar. Þetta getur ekki staðist. Það er auðvitað reist á mál- efnalegum grunni að binda rétt til launa í fæðingarorlofi við konur. Það hlýtur að vera á verksviði löggjafans að taka ákvarðanir um annað. Ekki verður betur séð en dómstóllinn hafi við dómsniðurstöðuna tekið sér vald sem hann hefur ekki að réttum lögum. H 6. maí 1999 í málinu nr. 151/1999. í þessu máli var dæmt að Ríkisútvarpinu væri skylt að að láta túlka á táknmáli framboðsræður í sjónvarpi um leið og þær væru fluttar. I rökstuðningi fyrir þessari niðurstöðu var meðal annars vísað til 65. gr. stjómarskrárinnar. Ekki var kveðið á um þessa skyldu bemm orðum í útvarpslögum. Ekki verður fallist á að dómstóllinn hafi heimild til að kveða á um réttindi og skyldur af þessu tagi á grundvelli almennrar jafnræðisreglu. Það hlýtur að vera löggjafarmál- efni. Að þessum dæmum töldum er nauðsynlegt að geta þess að ég tel þennan kúrs mjög hafa verið réttan af, ef svo má að orði komast, með dómi meirihluta Hæstaréttar 6. apríl 2000 í svonefndu Vatneyrarmáli. I þeim dómi er efnislegt 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.