Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 18
17. greinar um heimilisnotaðar búsafurðir sem sömuleiðis skal meta á gang- verði, sbr. einnig þágildandi ákvæði 1. mgr. 23. greinar um frádrátt vegna kaups til handa skylduliði framteljanda sem skyldi vera í samræmi við það sem öðrum væri greitt.20 2.2 Hagsmunatengsl Eins og áður hefur verið rakið, kom fram í upphaflegu frumvarpi að þeim ákvæðum sem nú er að finna í 1. mgr. 58. greinar tskl., að greininni var ætlað að ná til aðila sem væru tengdir sifjaréttarlega eða með einhverjum hætti fjár- hagslega. Skilyrði af þessum toga eru í flestum milliverðsákvæðum, enda byggja þau almennt á því að við þær aðstæður geti verið hætta á að greiðslur séu ákvarðaðar hærri eða lægri en almennt gerist. Það verður í raun að ganga út frá því sem hugtaksatriði að milliverðsákvörðun á grundvelli armslengdarsjón- armiða verði ekki komið við nema í viðskiptum milli tengdra, skyldra eða að öðru leyti innbyrðis háðra aðila. Ef til vill hafa menn litið svo á við samþykkt frumvarpsins á Alþingi að óþarfi væri að taka slíkt fram í sjálfum lagatextanum. Þá var það áður rakið að 2. mgr. 58. greinar ætti uppruna sinn í reglum sem varða viðskipti milli félags og hluthafa þess. í framkvæmd hefur verið gengið út frá því að beiting beggja þessara reglna væri háð því að um væri að ræða skipti milli tengdra, skyldra eða innbyrðis háðra aðila, þ.e. hagsmunatengdra aðila.21 Hvenær eru aðilar þá taldir tengdir hagsmununt í þeim ntæli að armslengdarreglur eigi við? Bent hefur verið á 8. og 9. gr I. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, þar sem í lögskýringargögnum er vísað til gjaldþrotalaga um það hverjir teljist tengdir. Við athugun á þessu álitaefni verður að hafa í huga að meginreglan í einkarétti og skattarétti er samningafrelsi. Til þess að vikið verði frá þeirri reglu verður almennt að vera fyrir hendi skýr lagaheimild. Alíta verður því að hæpið sé að sækja skil- greiningu á því hverjir teljist geta verið hagsmunatengdir samkvæmt 58. grein tekjuskattslaga beint yfir í gjaldþrotalög eða tollalög, enda þótt einhverja hlið- sjón megi efalaust hafa af ákvæðum þeirra laga. Varðandi hlutafélög sérstak- lega hlýtur að vera litið til I. nr. 2/1995 um hlutafélög, þar sem fyrst og fremst miðað er við a.m.k. helmings yfirráð, sbr. kafla 1.2 hér að framan.22 Varðandi einstaklinga mætti e.t.v. miða við brottfallið ákvæði 1. mgr. 23. greinar rg. nr. 20 Utan tekjuskattslaga má nefna 8. gr. 1. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt varðandi úttekt eiganda úr fyrirtæki o.fl., sbr. ennfremur 9. gr. s.l. um viðskipti milli skyidra aðila. Einnig er vert að minnast ákvæða brottfallinna laga um aðstöðugjald, sbr. 3. mgr. 37. gr. 1. nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. úrsk. rskn. nr. 1388/1979, Urv. bls. 168-170. Hér má einnig nefna samninga um álbræðsluna í Straumsvík, þar sem minnst er á armslengdarreglur í samband við útreikning á hagnaði Isals. Á þá reglu reyndi snemma á 9. áratugnum í sambandi við „hækkun í hafí“ þar sem stjómvöld töldu að Alusuisse, móðurfélag ÍSALS, hefði látið íslenska dótturfélagið greiða of hátt verð fyrir súrál sem það flutti inn frá Ástralíu á ámnum 1975-1980. 21 Sbr. Kristján Gunnar Valdimarsson: Tímarit lögfræðinga. 1998, bls. 238-241. 22 í úrskurði yskn. nr. 233/1999 virðist eignarhluti hluthafa ekki hafa verið meiri en 33,3%. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.