Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 59
um hæð dráttarvaxta. Á árinu 1998 var kynnt á vegum viðskiptaráðuneytis frumvarp til nýrra vaxtalaga, en það var þó ekki lagt fram á Alþingi. Meðal breytinga, sem þar voru gerðar tillögur um, var að felldar yrðu úr gildi hömlur á því að semja um hæð dráttarvaxta. Nú nýverið hefur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra skipað nefnd til þess að endurskoða vaxtalögin. Nefndin á að skila frumvarpi til nýrra vaxtalaga fyrir 1. september 2000. í lýsingu á hlutverki nefndarinnar, sem birt er á vefslóð iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, segir svo: Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögu að breytingum á vaxtalögum til samræmis við réttarþróun erlendis, en einnig að tryggja réttaröryggi og einfaldleika í fram- kvæmd. Einnig má nefna, að á 35. Norræna lögfræðingamótinu, sem haldið var í Osló 1999, var m.a. til umfjöllunar hvort ástæða væri til að setja sérstaka ógildingar- reglu um vexti, sem fyrst og fremst tæki til dráttarvaxta.3 Þessi og fleiri tilefni leiða til þess, að rétt þykir að taka til umfjöllunar, hvort nauðsynlegt sé að breyta vaxtalögunum og ef svo er, hvaða ákvæðum þeirra eigi að breyta. Verður í greininni fjallað um þessi atriði og litið til þess, hvemig ákvæðum í vaxtalögum er skipað hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. 2. REGLUR UM GILDISSVIÐ O. FL. 2.1 Gildissvið I 1. gr. vaxtalaga er gildissvið þeirra afmarkað svo, að ákvæði þeirra gildi um vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar og á öðrum sviðum réttarins eftir því sem við getur átt, nema öðru vísi sé kveðið á í lögum. Gildissvið vaxtalaga á öðrum Norðurlöndum er í megindráttum hið sama, þ.e. þeim er einkum ætlað að gilda um peningakröfur á sviði fjármunaréttar. Orðalag ákvæða í vaxtalögum annarra Norðurlandaþjóða er þó afar mismun- andi að þessu leyti.4 í framkvæmd er því oft mikill munur á gildissviði vaxta- laga hinna einstöku Norðurlandaþjóða. Á öðrum Norðurlöndum er meginreglan sú, að reglur vaxtalaga gilda t.d. ekki um kröfur opinbers réttar eðlis, auk þess sem mjög er tíðkað að semja um vexti og dráttarvexti með öðrum hætti en leiðir af reglum laganna.5 Á íslandi hefur framkvæmdin hins vegar verið á þann veg, 3 Umfjöllunarefnið var nefnt Jamkning av dröjsmálsránta. Aðalframsögumaður var Anna Ekblom- Wörlund. 4 Sjá 1. mgr. 1. gr., sbr. 8. gr. dönsku vaxtalaganna, Renter ved forsinket betaling mv, nr. 583/1986, sbr. 5. gr. norsku vaxtalaganna, Lov om renter ved forsinket betaling m.m., nr. 100/1976, 1. gr. sænsku vaxtalaganna, Rántelag, nr. 635/1975 og 1. gr. finnsku vaxtalaganna, Rantelag, nr. 633/1982. 5 Sem dæmi má nefna 1. gr. finnsku vaxtalaganna (sænsk útgáfa), þar sem segir: „Denna lag tillámpas inte p& 1) galdsförhállande som bygger pá offentligráttslig grund ...“. í 1. gr. sænsku vaxtalaganna segir einungis að þau gildi um peningakröfur á sviði fjármunaréttar. Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo, að reglum laganna kunni að verða beitt með lögjöfnun um kröfur, sem eru á 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.