Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 49
í Evrópu hafa reglur um magra eiginfjármögnun verið lögfestar á síðustu árum í mörgum löndum. í sumum löndum hafa reglur um magra eiginfjár- mögnun aðeins verið lögfestar innan ákveðinna greina. Má þar til dæmis nefna Noreg þar sem slíkar reglur gilda einungis um erlend olíuvinnslufélög. 9. FRAMKVÆMD í DANMÖRKU 9.1 Inngangur I þessum kafla verður gerð grein fyrir dæmum úr skattaframkvæmd í Danmörku í sambandi við milliverðsleiðréttingar. Þau dæmi úr framkvæmd sem rakin eru eru öll tilkomin á meðan fyrmefnd 12. grein félagaskattalaganna dönsku var í gildi og fyrir lögleiðingu nýrra milliverðsreglna í Danmörku, sbr. kafla 6.1 hér á undan. Samanburðurinn er því sérstaklega áhugaverður fyrir íslenska framkvæmd, vegna sambærilegra ákvæða 1. mgr. 58. gr. íslensku tekjuskattslaganna og 12. gr. dönsku félagaskattalaganna og sameiginlegs upp- runa þeirra. 9.2 Kaup og sala áþreifanlegra eigna - vörusala Það er einkennandi í sambandi við danska framkvæmd að dómstólarnir hafa í engu tilfelli viðurkennt þær milliverðsleiðréttingar sem skattyfirvöld hafa framkvæmt í sambandi við vörusölu.62 Það eru einkum svokallaðir „olíudómar“ sem hafa verið fordæmisskapandi í dönskum rétti. Skattyfirvöld hækkuðu hagnað nokkurra danskra, fjölþjóðlegra olíufélaga á grundvelli samanburðar við reikningslegar niðurstöður hjá öðrum félögum og álagningarhlutföll frá danska samkeppnisráðinu (Monopolraadet). Málin voru rekin á grundvelli áðumefndrar 12. gr. dönsku félagaskattalaganna, sbr. kafla 6.1 hér að framan. Nokkur þessara mála féllu eins og áður er sagt að hluta eða öllu leyti strax í Landsskattaréttinum en tvö héldu áfram til dómstólanna. í máli Texaco (TfS 1987.60) hafði Landsskattarétturinn lækkað hækkun að fjárhæð 123 milljónir niður í 13 milljónir króna og rökstuddi með vísan til of lágrar álagn- ingar olíufélagsins. Fyrir Eystra Landsrétti krafðist ríkissjóður hækkunar upp á 53 milljónir, m.a., auk sjónarmiða um lága álagningu, með vísan til hækkunar á eigin fé félagsins þrátt fyrir neikvæðar skatttekjur um árabil og þess að verðákvarðanir væru teknar af erlendu móðurfélagi Texaco. Var af hálfu ríkissjóðs talið sýnt fram á skilyrði leiðréttingar um óvenjuleg kjör. Við leiðréttingamar skyldi hafa hliðsjón af samanburði við brúttóálagningu sams konar félaga. Texaco krafðist sýknu á þeim gmndvelli að af hálfu ríkissjóðs hefði ekki verið sýnt fram á önnur kjör en giltu milli ótengdra fyrirtækja. Eystri Landsréttur féllst á kröfur Texaco með vísan til þess að sönnunarbyrðin fyrir því að skilyrði 12. greinar félagaskattalaga væru uppfyllt hvfldi á skattyfirvöldum og sönnun hefði þeim ekki tekist. 62 Sbr. Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1998, bls. 220-263. Umfjöllun um danska framkvæmd í þessum kafla er byggð á tilvitnaðri bók, nema annað sé tekið fram. 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.