Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 66
4.2 Á að heimila að semja um hæð dráttarvaxta? Það er pólitísk ákvörðun, hvort heimila eigi að semja um hæð dráttarvaxta. Bent hefur verið á, að slíkt sé heimilt á öðrum Norðurlöndum og því sé eðlilegt að laga íslenzka löggjöf að þeirri staðreynd. Þar sem reglur III. kafla vaxtalaga hafa verið skýrðar svo, að heimilt sé að krefjast lægri dráttarvaxta en leiðir af 10. gr. laganna, hlýtur krafa um frelsi til að semja um hæð dráttarvaxta, a.m.k. öðrum þræði að vera krafa um möguleika til að áskilja sér hærri dráttarvexti en leiða af nefndu lagaákvæði. Er það enda eina hagnýta afleiðing slíkra breytinga. Af þeirri ástæðu verður að taka til athugunar, hver réttarstaðan sé að þessu leyti á Norðurlöndunum, þ.e. þegar ekki er samið um dráttarvexti og hvort einhverjir verulegir meinbugir séu á henni. Auk þess verður að líta til þess, hver sé í raun hæð dráttarvaxta samkvæmt 10. gr., að teknu tilliti til 12. gr., sem mælir fyrir um að heimilt sé að leggja dráttarvexti við höfuðstól á tólf mánaða fresti. Eins og fyrr segir, er almennt heimilt að semja um hæð dráttarvaxta á öðrum Norður- löndum en Islandi. Á þessari almennu heimild er þó ein veigamikil takmörkun, þ.e. í Danmörku, Finnlandi og Noregi er bannað að semja um hæð dráttarvaxta þegar skuldarinn er neytandi og í Svíþjóð er sérstök ógildingarregla í vaxta- lögum, sem beita má ef vanskil verða vegna sjúkdóms, atvinnuleysis eða svip- aðra aðstæðna.121 a lið 4. gr. norsku vaxtalaganna er einnig sérstök ógildingar- regla, sem heimilar að lækka dráttarvexti, ef skuldari hefur haft sanngjamar ástæður fyrir greiðsludrætti sínum. Sé ekki samið um hæð dráttarvaxta, eða þegar það er ekki heimilt, teljast dráttarvextir í Danmörku, Finnlandi og Sví- þjóð vera hinir sömu og það sem nefnt er „officielt diskonto“ eða opinberlega ákveðnir grannvextir með tilgreindu álagi, en í Noregi eru þeir ákveðnir að teknu tilliti til almenns vaxtastigs. Dráttarvextir þessir (þ.e. þegar álagi hefur verið bætt við officielt diskonto) eru í september 2000 (ársvextir):13 Danmörk 8,25% Finnland 15% Noregur 12% Svíþjóð 4% Almenna reglan er sú í norrænum rétti, að ekki sé heimilt að leggja dráttar- vexti við höfuðstól.14 12 Um þessar takmarkanir eru reglur í 7. gr. dönsku vaxtalaganna, 2. mgr. 2. gr. finnsku vaxta- laganna, 4. gr. norsku vaxtalaganna og 8. gr. sænsku vaxtalaganna. 13 Við þetta verður svo að bæta, að séu almennir vextir af kröfu hærri en dráttarvextir samkvæmt ofangreindu, ber krafan áfram almenna vexti eftir gjalddaga, en ekki dráttarvexti, sbr. 2. mgr. 4. gr. finnsku vaxtalaganna og 7. gr. sænsku vaxtalaganna. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. norsku vaxtalaganna getur kröfuhafi ákveðið, þótt krafa sem borið hefur vexti fyrir gjalddaga sé gjaldfallin, að krafan beri ekki dráttarvexti, heldur samningsvexti þá, sem hún bar fyrir gjalddagann. Þetta myndi hann almennt gera ef samningsvextimir (almennu vextimir) væru hærri en dráttarvextimir. 14 Sbr. t.d. Mogens Munch: Renteloven med kommentarer, bls. 133 og um almenna vexti Bern- hard Gomard: Obligationsret 1. del, bls. 100; Olav Torvund: Pengekravsrett, bls. 123-124, sem þó gagnrýnir þessa reglu; Trygve Bergsáker: Pengekravsrett, bls. 195-197, sbr. bls. 88-91, sem einnig gagnrýnir regluna, og Mikael Mellqvist og Ingemar Persson: Fordran & skuld, bls. 70. 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.