Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 41
má ráð fyrir að félagið myndi hafa náð, ef það hefði verið óháð fyrirtæki, sem hefði
undir frjálsum skilmálum átt viðskipti við viðkomandi erlent fyrirtæki.
Á sjöunda og áttunda áratugnum var 12. greininni varla beitt af dönskum
skattyfirvöldum. Á níunda áratugnum réðust skattyfirvöld í miklar hækkanir á
hagnaði hinna fjölþjóðlegu olíufélaga í Danmörku (hinna sjö systra), sbr. kafli
8.2 hér á eftir. Þau mál enduðu í Hæstarétti þar sem skattyfirvöld töpuðu þeim,
sbr. TfS 1988, 292 H. Skattyfirvöld drógu þá ályktun af dómunum að ekki væri
mögulegt að létta hinni ströngu sönnunarbyrði, sem talin var gilda í þessum
málum, nema skattgreiðendum væri gert skylt að vinna og afhenda nauðsynleg
gögn varðandi milliverðlagninguna. Þessar aðstæður sköpuðust 1995 með
tilkomu leiðbeininga OECD. Eins og áður hefur komið fram teljast þær
leiðbeiningar nú vera hluti af gildandi réttarheimildum í DanmörkuÁ Reglur
um upplýsingaskyldu og skjalfestingu í tengslum við milliverðlagningu voru
síðar settar í Danmörku með lögum nr. 131/1998. Þær ná m.a. til skattgreiðenda
sem eru tengdir erlendum aðilum, eða eru í samstæðu með erlendum félögum
eða hafa fasta atvinnustöð í útlöndum eða eru erlendir aðilar með fasta
atvinnustöð í Danmörku. Þessir aðilar eiga í framtali sínu að gefa upplýsingar
um tegund og umfang allra millifærslna og viðskipta milli aðila sem lögin taka
til. Samkvæmt lögum eiga þeir skattgreiðendur sem lögin taka til að útbúa og
varðveita skrifleg gögn til staðfestingar því hvemig verð og skilmálar eru
ákveðnir í tengdum viðskiptum. Hafi skattgreiðandi ekki fullnægt þessum
skyldum hafa skattyfirvöld heimild til þess að ákvarða aðilum skattskyldar
tekjur vegna þessara viðskipta með áætlun. Brot á reglunum hefur hins vegar
ekki í för með sér að heimilt sé að beita sektum, gagnstætt því sem þekkist í
mörgum öðrum löndum. Samkvæmt þeim reglum sem gilda um bindandi álit í
Danmörku er ekkert því til fyrirstöðu að skattgreiðendur afli sér bindandi álits
varðandi tiltekin, fyrirhuguð verð í tengdum viðskiptum. Sá möguleiki hefur
hins vegar ekki verið nýttur, nema við verðákvarðanir á eignum.
7.2 Bandaríkin
Þar eð einokunarlöggjöfin í Bandaríkjunum leiddi fljótlega til þeirrar til-
hneigingar að dreifa viðskiptum stórfyrirtækja á fleiri aðila og þar sem mis-
rnunandi félagaskattar eru í hverju einstöku fylki, komu vandamál varðandi
milliverðlagninu snemma fram í Bandaríkjunum. Fyrsta dæmið um innleiðingu
milliverðlagningarreglu er þannig frá árinu 1917.56 Hina almennu reglu um
55 Áður var réttarheimildagildi leiðbeininga OECD í Danmörku umdeilt, sbr. Jan Pedersen:
Transfer Pricing. 1998. bls. 75.
56 Sami, bls. 91.
57 Sami, bls. 91.
109