Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 41
má ráð fyrir að félagið myndi hafa náð, ef það hefði verið óháð fyrirtæki, sem hefði undir frjálsum skilmálum átt viðskipti við viðkomandi erlent fyrirtæki. Á sjöunda og áttunda áratugnum var 12. greininni varla beitt af dönskum skattyfirvöldum. Á níunda áratugnum réðust skattyfirvöld í miklar hækkanir á hagnaði hinna fjölþjóðlegu olíufélaga í Danmörku (hinna sjö systra), sbr. kafli 8.2 hér á eftir. Þau mál enduðu í Hæstarétti þar sem skattyfirvöld töpuðu þeim, sbr. TfS 1988, 292 H. Skattyfirvöld drógu þá ályktun af dómunum að ekki væri mögulegt að létta hinni ströngu sönnunarbyrði, sem talin var gilda í þessum málum, nema skattgreiðendum væri gert skylt að vinna og afhenda nauðsynleg gögn varðandi milliverðlagninguna. Þessar aðstæður sköpuðust 1995 með tilkomu leiðbeininga OECD. Eins og áður hefur komið fram teljast þær leiðbeiningar nú vera hluti af gildandi réttarheimildum í DanmörkuÁ Reglur um upplýsingaskyldu og skjalfestingu í tengslum við milliverðlagningu voru síðar settar í Danmörku með lögum nr. 131/1998. Þær ná m.a. til skattgreiðenda sem eru tengdir erlendum aðilum, eða eru í samstæðu með erlendum félögum eða hafa fasta atvinnustöð í útlöndum eða eru erlendir aðilar með fasta atvinnustöð í Danmörku. Þessir aðilar eiga í framtali sínu að gefa upplýsingar um tegund og umfang allra millifærslna og viðskipta milli aðila sem lögin taka til. Samkvæmt lögum eiga þeir skattgreiðendur sem lögin taka til að útbúa og varðveita skrifleg gögn til staðfestingar því hvemig verð og skilmálar eru ákveðnir í tengdum viðskiptum. Hafi skattgreiðandi ekki fullnægt þessum skyldum hafa skattyfirvöld heimild til þess að ákvarða aðilum skattskyldar tekjur vegna þessara viðskipta með áætlun. Brot á reglunum hefur hins vegar ekki í för með sér að heimilt sé að beita sektum, gagnstætt því sem þekkist í mörgum öðrum löndum. Samkvæmt þeim reglum sem gilda um bindandi álit í Danmörku er ekkert því til fyrirstöðu að skattgreiðendur afli sér bindandi álits varðandi tiltekin, fyrirhuguð verð í tengdum viðskiptum. Sá möguleiki hefur hins vegar ekki verið nýttur, nema við verðákvarðanir á eignum. 7.2 Bandaríkin Þar eð einokunarlöggjöfin í Bandaríkjunum leiddi fljótlega til þeirrar til- hneigingar að dreifa viðskiptum stórfyrirtækja á fleiri aðila og þar sem mis- rnunandi félagaskattar eru í hverju einstöku fylki, komu vandamál varðandi milliverðlagninu snemma fram í Bandaríkjunum. Fyrsta dæmið um innleiðingu milliverðlagningarreglu er þannig frá árinu 1917.56 Hina almennu reglu um 55 Áður var réttarheimildagildi leiðbeininga OECD í Danmörku umdeilt, sbr. Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1998. bls. 75. 56 Sami, bls. 91. 57 Sami, bls. 91. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.