Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 64
um að tilgreina vaxtafót fyrir hvert tímabil, sbr. t.d. H 1999 838 (hér bls. 844-
845). Þó má, einkum á síðustu árum, sjá mörg frávik frá þessu í dómum
Hæstaréttar, sbr. t.d. H 1998 3664 (hér bls. 3670) og H 1998 4439 (hér bls.
4142), en fyrir þeirri framkvæmd er ekki lagastoð. Það má hins vegar varpa
fram þeirri skoðun, að það geti verið rök til þess að setja reglu, t.d. í 7. gr.
vaxtalaga, sem tekur eins og fyrr greinir til vaxta á skaðabætur, sem heimilar að
dæma vexti á kröfur, er falla undir greinina, þótt vaxtahæð sé ekki tilgreind.
Yrði því nægilegt að vísa um vexti til 7. gr. vaxtalaga. í þessu fælist hagræði,
þótt það sé að líkindum ekki eins mikið og fólst í þeirri breytingu, sem gerð var
með 14. gr. laganna, þar sem vaxtatímabil er að líkindum almennt styttra en það
tímabil sem dráttarvextir eru dæmdir fyrir. Jafnvel mætti hugsa sér reglu, sem
tæki til allra reglna vaxtalaga um almenna vexti og yrði með svipuðu sniði.
Aðalatriðið er, að ekki fari milli mála um hvaða vexti er að ræða í hverju tilviki.
3.4 Tilkynningarskylda um vaxtabreytingar og upplýsingaskyida
Seðlabanka Islands um vexti
Einu þeirra markmiða, sem ætlunin var að ná með vaxtalögunum, er lýst svo
í almennum hluta athugasemda, sem fylgdi frumvarpi til laganna, er það var
lagt fram á Alþingi:
Að tryggja upplýsingar um öll almenn vaxtakjör hjá viðskiptabönkum og sparisjóð-
um og reglulega birtingu þeirra í Lögbirtingarblaði á sem aðgengilegastan hátt.11
Til að ná þessu markmiði voru sett ákvæði í 8. gr um almenn vaxtakjör, er
lutu að öflun upplýsinga og birtingu í Lögbirtingarblaði. Einnig voru sett
ákvæði í 10. gr. um skyldu Seðlabanka íslands til þess að reikna út meðaltal árs-
ávöxtunar á nýjum almennum útlánum ásamt dráttarvöxtum á peningakröfur í
íslenzkum gjaldmiðli og birta í Lögbirtingarblaði (10. gr.). Jafnframt skyldi
bankinn reikna út og birta dráttarvexti á peningakröfur í erlendri mynt, sbr. 2.
mgr. 11. gr. vaxtalaga.
Þótt upplýsingar um vexti og þó einkum dráttarvexti hafi verið birtar í Lög-
birtingarblaði um langt skeið fyrir gildistöku vaxtalaga, en þeim var breytt og
aukið við þær upplýsingum frá og með birtingu auglýsingar hinn 11. ágúst
1984, samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands frá 2. ágúst þ.á., þá varð mikil
breyting á við gildistöku vaxtalaga. Fullyrða má, að þá hafi almenningur fyrst
átt greiðan aðgang að upplýsingum um vaxtakjör banka og sparisjóða og haft
möguleika á að bera þau saman á réttum forsendum, þ.e. vaxtakjör einstakra
stofnana á sambærilegum reikningum. Hefur þetta án efa aukið möguleika á
samkeppni banka og sparisjóða um viðskiptavini. Með breytingu, sem gerð var
á 8. gr. vaxtalaga, með 3. gr. laga nr. 67/1989, var ákveðið að verðbréfafyrirtæki
11 Alþingistíðindi 1986-87, A-deild, bls. 2841.
132