Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 64
um að tilgreina vaxtafót fyrir hvert tímabil, sbr. t.d. H 1999 838 (hér bls. 844- 845). Þó má, einkum á síðustu árum, sjá mörg frávik frá þessu í dómum Hæstaréttar, sbr. t.d. H 1998 3664 (hér bls. 3670) og H 1998 4439 (hér bls. 4142), en fyrir þeirri framkvæmd er ekki lagastoð. Það má hins vegar varpa fram þeirri skoðun, að það geti verið rök til þess að setja reglu, t.d. í 7. gr. vaxtalaga, sem tekur eins og fyrr greinir til vaxta á skaðabætur, sem heimilar að dæma vexti á kröfur, er falla undir greinina, þótt vaxtahæð sé ekki tilgreind. Yrði því nægilegt að vísa um vexti til 7. gr. vaxtalaga. í þessu fælist hagræði, þótt það sé að líkindum ekki eins mikið og fólst í þeirri breytingu, sem gerð var með 14. gr. laganna, þar sem vaxtatímabil er að líkindum almennt styttra en það tímabil sem dráttarvextir eru dæmdir fyrir. Jafnvel mætti hugsa sér reglu, sem tæki til allra reglna vaxtalaga um almenna vexti og yrði með svipuðu sniði. Aðalatriðið er, að ekki fari milli mála um hvaða vexti er að ræða í hverju tilviki. 3.4 Tilkynningarskylda um vaxtabreytingar og upplýsingaskyida Seðlabanka Islands um vexti Einu þeirra markmiða, sem ætlunin var að ná með vaxtalögunum, er lýst svo í almennum hluta athugasemda, sem fylgdi frumvarpi til laganna, er það var lagt fram á Alþingi: Að tryggja upplýsingar um öll almenn vaxtakjör hjá viðskiptabönkum og sparisjóð- um og reglulega birtingu þeirra í Lögbirtingarblaði á sem aðgengilegastan hátt.11 Til að ná þessu markmiði voru sett ákvæði í 8. gr um almenn vaxtakjör, er lutu að öflun upplýsinga og birtingu í Lögbirtingarblaði. Einnig voru sett ákvæði í 10. gr. um skyldu Seðlabanka íslands til þess að reikna út meðaltal árs- ávöxtunar á nýjum almennum útlánum ásamt dráttarvöxtum á peningakröfur í íslenzkum gjaldmiðli og birta í Lögbirtingarblaði (10. gr.). Jafnframt skyldi bankinn reikna út og birta dráttarvexti á peningakröfur í erlendri mynt, sbr. 2. mgr. 11. gr. vaxtalaga. Þótt upplýsingar um vexti og þó einkum dráttarvexti hafi verið birtar í Lög- birtingarblaði um langt skeið fyrir gildistöku vaxtalaga, en þeim var breytt og aukið við þær upplýsingum frá og með birtingu auglýsingar hinn 11. ágúst 1984, samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands frá 2. ágúst þ.á., þá varð mikil breyting á við gildistöku vaxtalaga. Fullyrða má, að þá hafi almenningur fyrst átt greiðan aðgang að upplýsingum um vaxtakjör banka og sparisjóða og haft möguleika á að bera þau saman á réttum forsendum, þ.e. vaxtakjör einstakra stofnana á sambærilegum reikningum. Hefur þetta án efa aukið möguleika á samkeppni banka og sparisjóða um viðskiptavini. Með breytingu, sem gerð var á 8. gr. vaxtalaga, með 3. gr. laga nr. 67/1989, var ákveðið að verðbréfafyrirtæki 11 Alþingistíðindi 1986-87, A-deild, bls. 2841. 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.