Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 48
eiginfjármögnun leiðir því að öðru jöfnu til breytingar á ófrádráttarbærum arð- greiðslum yfir í frádráttarbær vaxtaútgjöld.61 Sé um að ræða innlenda hlutafélagasamstæðu skiptir ekki máli hvort um fjár- mögnun innanlands er að ræða með eigin fé eða lánsfé þar sem ófrádráttarbær arður dótturfélagsins er skattfrjáls hjá móðurfélaginu, sbr. 8. tl. 31. gr. tskl. Öðru máli gegnir að jafnaði um lánsfjármögnun frá erlendu samstæðufélagi, þar sem um hagstæðari skatthlutfall hins erlenda félags er að ræða. Engar sérstakar reglur eru til um magra eiginfjármögnun í íslenskum skatta- lögum. í lögum um hlutafélög er einungis að finna ákvæði um lágmarksfjárhæð hlutafjár en ekki um hlutfallið milli eiginfjár og lánsfjár. Telja verður hæpið að 58. gr. tskl. eigi við urn magra eiginfjármögnun, þrátt fyrir skyldleika hennar við 9. grein samningsfyrirmyndar OECD. Enda þótt 9. greinin sé ekki eingöngu talin skipta máli þegar tekin er afstaða til þess hvort lán uppfyllir armslengdar- kröfu heldur feli einnig í sér heimild til þess að endurskilgreina lán sem eigin- fjárframlag, verður að telja hæpið að 58. greinin feli í sér heimild til að endur- skilgreina lán sem eigið fé. Þá heimild 9. gr. samningsfyrirmyndarinnar verður að skoða í samhengi við 10. og 11. grein samningsfyrirmyndarinnar um arð og vexti. Samsvarandi greinar er ekki að finna í íslenskum lögum. Það er mjög flókið og vandasamt mál að innleiða reglur urn magra eiginfjármögnun og verður að telja hæpið að það sé gert án beinnar lagaheimildar. í mörgum löndum hefur það verið gert. Löggjöf af þessu tagi getur gert skattyfirvöldum kleift að endurskilgreina greidda vexti sem arðsúthlutun. Þá hafa í öðrum löndum verið innleidd lagaákvæði þar sem vaxtafrádráttur er einungis viðurkenndur varðandi lán sem eru innan ákveðins hlutfalls miðað við eigið fé. 8.2 Erlendur réttur í Danmörku voru fyrstu reglur um magra eiginfjármögnun leiddar í lög á árinu 1998 með lögum nr. 432/1998 sem komu til framkvæmda 1. janúar 1999. Reglumar gilda aðeins um lán milli danskra og erlendra eininga, þ.e. félaga og fastra atvinnustöðva. Hlutfallið milli skulda dótturfélagsins (samstæðuskuldir og allar aðrar skuldir undir sama hatt) og eigin fjár þess má í árslok ekki fara fram úr 4:l(debt:equity model). Fari svo takmarkast vaxtafrádráttur. Kanada notar einnig skuldahlutfallsaðferð. í Bandaríkjunum byggist fram- kvæmdin á úrskurðum dómstóla þar sem í hverju tilfelli er horft til arms- lengdarkjara lánsins. Þar í landi vora einnig lögfestar svo kallaðar „anti earning-stripping“ reglur á árinu 1989, en samkvæmt þeim má lækka vaxta- frádrátt í Bandaríkjunum til yfirráðandi einingar erlendis í þeim tilvikum þegar Bandaríkin hafa fallið frá staðgreiðsluskatti á vexti samkvæmt tvísköttunar- samningi. 61 Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1998, bls. 76. 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.