Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 24
Málavextir voru þeir að aðalhluthafi í hlutafélagi nokkru skuldaði því kr. 3.274.850. Skattstjóri færði honum upphæðina til tekna sem arðsúthlutun skv. 9. gr. tskl. Hlut- hafinn kærði tekjuviðbótina og krafðist niðurfellingar á henni þar sem um Ián væri að ræða. Yskn. féllst á kröfu hans, m.a. með tilvísun til þess að slík lán væru ekki bönnuð í tekjuskattslögum og reyndar gert ráð fyrir þeim í 53. gr. þeirra. Fyrir nefndinni gerði ríkisskattstjóri þá kröfu að vextir af láninu skyldu teljast til tekna hjá aðalhluthafanum, sbr. 1. mgr. 58. gr. tskl. en þeirri kröfu var vísað frá sem órök- studdri. Dæmi er um það að skattyfirvöld hafi hafnað að veita hlutafélagi gjaldfærslu vegna verðbreytingar skv. 53. gr. tskl. þar sem um lán til framkvæmdastjóra félagsins var að ræða, sbr. rskn. nr. 474/1987 (Úrt. bls. 231-232). 31 í yskn. nr. 864/1993 var fjallað um skattlagningu félags og varð niðurstaðan þar sú sama. Samkvæmt danskri framkvæmd er aðalhluthafi skattlagður hafi hann fengið vaxtalaust lán frá félagi sínu.32 Litið er á vaxtahagræðið sem dulbúinn arð frá félaginu. Félagið sem veitir lánið hefur einnig verið skattlagt vegna skorts á ávöxtun á grundvelli reiknaðra vaxta sem miðast hafa við forvexti Seðlabankans + 4%. Vísað hefur verið til 4. gr. danskra tekjuskattslaga (sbr. 7. gr. þeirrar íslensku). A þessi sjónarmið hefur reynt í nýlegum úrskurði yskn. nr. 279/ 2000, sbr. kafli 2.2 hér að framan. I málinu hafði skattstjóri reiknað einkahlutafélagi vaxtatekjur vegna rekstraráranna 1995 og 1996 vegna tiltekinna útlána þess og haft þar hliðsjón af vaxtastigi almennra innlánsreikninga innlánsstofnana. Mátti ráða það af málinu að meðal skuldara félags- ins vegna þessara útlána væru hluthafar hans, en að öðru leyti taldi yfirskattanefnd að skattstjóri hefði brugðist rannsóknarskyldu sinni, sbr. m.a. 10. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993 og var því framangreind tekjufærsla hans ómerkt. í forsendum sínum rekur yfirskattanefnd þær breytingar sem urðu á hlutafélagalögum frá 1. janúar 1995 um að hlutafélögum væri óheimilt að veita hluthöfum, stjómarmönnum eða fram- kvæmdastjórum félags eða móðurfélags þess og aðilum tengdum þeim á nánar til- greindan hátt lán eða setja tryggingar fyrir þá, að undanskildum viðskiptalánum. Vegna lána einkahlutafélagsins til hluthafa tekur nefndin fram að 1. nr. 75/1981 setji því út af fyrir sig ekki skorður að hlutafélög veiti hluthöfum lán, enda sé raunar gert ráð fyrir slíku í 53. gr. þeirra laga. Síðan vísar nefndin til þess að samkvæmt hluta- félagalögum sé óheimilt að úthluta af fjármunum félags til hluthafa nema það fari eftir reglum um úthlutun arðs, sem endurgreiðsla vegna lækkunar hlutafjár eða vara- sjóðs eða vegna félagaslita. Afskipti skattstjóra af lánveitingum félagsins til hluthafa þess hefðu því átt að beinast að því hvort um duldar arðgreiðslur hefði verið að ræða til þeirra, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981, enda hefði legið fyrir um 31 Úrskurðurinn er kveðinn upp fyrir gildistöku 1. nr. 97/1988 sem gerðu það að skilyrði fyrir þvi' að lán þessi teldust til gjaldfærslustofns að þau væru vaxtareiknuð með sambærilegum kjörum og gilda í innlánsstofnunum á hverjum tíma. 32 Sbr. Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1988, bls. 50. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.