Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 38
skattgreiðandi hefði verið búinn að útbúa gögn af þessu tagi eða huga að þeim á þeim tíma sem milliverðin voru ákveðin. Það er þó viðurkennt að sumra gagna er einungis þörf, ef skattyfirvöld gera athugun á milliverðlagningu skatt- greiðandans og þess vegna megi taka slík gögn saman eingöngu í tilefni af slíkri athugun. Varðandi skoðun á milliverðlagningu getur verið nauðsynlegt að hyggja að miklum fjölda gagna víðsvegar að. Itarlega er fjallað um þetta í leið- beiningum OECD. 6.9 Kafli VI. Sérstaklega um óáþreifanlegar eignir Kaflinn fjallar sérstaklega um millifærslur á óáþreifanlegum eignum. OECD gerir greinarmun á óáþreifanlegum markaðseignum og öðrum óáþreifanlegum eignum sem fyrirtæki nota í viðskiptum sínum. Leiðbeiningamar vísa til þeirra síðarnefndu sem „óáþreifanlegra viðskiptaeigna“ (trade intangibles). Leiðbeiningamar leggja á það áherslu að útgjöld til annað hvort rannsókna og þróunar eða til markaðsmála leiði ekki sjálfkrafa til sköpunar óáþreifanlegra eigna. I kaflanum er rætt um einkaleyfi og vöramerki (e. patents and trade- marks) sem dæmi um annars vegar óáþreifanlegar viðskiptaeignir og hins vegar óáþreifanlegar markaðseignir. Oft er munurinn þama á milli óljós. Varðandi milliverðlagningu óáþreifanlegra eigna mæla leiðbeiningamar almennt með þeim aðferðum sem lýst er í þremur fyrstu köflum leiðbeining- anna, sbr. hér að framan. OECD gerir sér þó grein fyrir að notkun þeirra getur oft verið erfið vegna hins sérstaka eðlis óáþreifanlegra eigna. Það getur kallað á ítarlegar rannsóknir að finna áreiðanlega samanburðarþætti til að ákvarða verðmæti hinna óáþreifanlegu eigna á þeim tíma sem viðskiptin eða milli- færslan fer fram. Sérstök áhersla er lögð á það í leiðbeiningunum að við ákvörðun á verði þeirrar þóknunar sem greiða á fyrir not af óáþreifanlegum eignum verði að taka mið af því hversu nytsöm eignin er fyrir þann sem notar hana. 6.10 Kafli VII. Þjónusta innan samstæðu Kaflinn, sem kemur í stað sérstakrar athugunar sem gefin var út af OECD á árinu 1984, fjallar um þjónustu innan samstæðu (intragroup services). Hann er einkum tileinkaður tveimur lykilatriðum sem OECD álítur að þurfi að hyggja að í sambandi við slíka innri þjónustu. Þessi atriði em: ákvörðun um það hvort sú starfsemi sem móðurfyrirtæki eða þjónustumiðstöð samstæðu tekur að sér feli í sér raunverulega þjónustu innan samstæðu; ákvörðun um það hvemig eigi að finna út armslengdarverð fyrir slíka þjónustu. Leiðbeiningamar hafa að geyma stutta hlutlæga skilgreiningu á þeim kring- umstæðum þegar litið er á starfsemi innan samstæðu sem þjónustu. Það er þegar 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.