Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 62
Reglan mælti áður fyrir um að vextir skyldu vera 2% ársvextir. í skýringum í greinargerð með frumvarpi því, sem síðar varð að skaðabótalögum, er sérstak- lega tekið fram að leggja beri vexti við höfuðstól árlega og verður ekki séð af skýringum í greinargerð með frumvai-pi því sem varð að lögum nr. 42/1999, að ætlunin hafi verið að breyta þessu.7 Eins og fram kemur í 16. gr. skaðabótalaga tekur regla þeirra um vexti til krafna um bætur fyrir þjáningar, varanlegan miska, tímabundið atvinnutjón, missi framfæranda og varanlega örorku. Þetta er sérregla og hún verður ekki skýrð rýmra en leiðir af orðalagi hennar.8 Af því leiðir, að regla 7. gr. vaxtalaga gildir um almenna vexti á aðrar skaðabótakröfur. Þegar vaxtalögin tóku gildi á árinu 1987 var gildissvið 7. gr. þeirra því ekki einasta rýmra en það er nú, heldur mælti reglan fyrir um mun hærri vexti á skaðabótakröfur en nú gilda. Áttu vextir að nema vegnu meðaltali ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum þegar tjón varð. Þeir vextir eru nú (september 2000) 18,1%. Ein af þeim breytingum, sem gerðar voru á vaxtalögum með lögum nr. 67/1989 var, að 7. gr. var breytt þannig, að skaðabótakröfur skyldu bera vexti frá þeim degi, er hið bótaskylda atvik átti sér stað og vera á hverjum tíma jafnháir vegnu meðaltali vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá viðskiptabönkum og sparisjóð- um. Þeir vextir eru nú 1,5% á ári. Sé skaðabótakrafa miðuð við verðlag síðar en hið bótaskylda atvik átti sér stað, skal krafan þó bera vexti frá þeim tíma. Sú veigamikla breyting, sem gerð var á hæð vaxta á skaðabótakröfur, er ekkert skýrð í greinargerð, sem fylgdi frumvarpi því, er síðar varð að lögum nr. 67/1989. Hefði þó verið ærin ástæða til. Fullyrða má, að vextir á skaðabótakröfur, þ.e. samkvæmt 7. gr. vaxtalaga, séu allt of lágir og brýna nauðsyn beri til að hækka þá sem fyrst. Erfitt er að benda á rök fyrir því að vextir á tilteknar skaðabótakröfur vegna líkamstjóns eigi að vera hærri en vextir á aðrar skaðabótakröfur. Hér er um mikla almenna hagsmuni að ræða þar sem eru allar kröfur um skaðabætur innan samninga og fjölda krafna um skaðabætur utan samninga, þ.e. svo fremi sem þær falli ekki undir sérreglu 16. gr. skaðabótalaga. Það er vissulega álitamál hve háir slíkir vextir eiga að vera. Skal bent á að rökstuðningur fyrir því að hækka vexti samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga úr 2% í 4,5% miðast við þá ávöxtunarmöguleika, sem nefnd um endurskoðun skaða- bótalaga taldi, að þá væru fyrir hendi í þjóðfélaginu. Er tekið fram í frumvarpi því, sem síðar varð að lögum nr. 42/1999, um breyting á skaðabótalögum, að tillagan sé í samræmi við niðurstöðu í H 1995 937.9 Þessi rökstuðningur verkar 7 Aiþingistíðindi 1992-93, A-deiId, bls. 3656 og Alþingistíðindi 1998-99, A-deild, bls. 1299. 8 Sjá og Alþingistíðindi 1992-93, A-deild, bls. 3629. 9 Sjá Alþingistíðindi 1998-99, A deild, bls. 1293. Tekið skal fram, að ávöxtun bóta fyrir líkamstjón fram til 18 ára aldurs er metin 3% í stuðli þeim sem notaður er við útreikning bóta fyrir líkamstjón. 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.