Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 33
í miklum meirihluta mála eru bókhaldsreikningar fastra atvinnustöðva - sem eru venjulega fáanlegir þó ekki væri nema vegna þess að vel rekið fyrirtæki vill vita um hagnað einstakra útibúa - notaðir af viðkomandi skattyfirvöldum til þess til þess að ákvarða því útibúi þeim hagnaði sem því að réttu ber.46 Enda þótt þessar athugasemdir eigi við fastar atvinnustöðvar fyrst og fremst eiga þessi sjónarmið ekki síður við um staðfærslu hagnaðar innan félaga- samstæðu. 6.3 Leiðbeiningar OECD Leiðbeiningar OECD eru í átta köflum: Kafli I. Armslengdarreglan Kafli II. Hefðbundnar millifærsluaðferðir (e. transaction methods) Kafli III. Aðrar aðferðir Kafli IV. Stjómsýsluaðgerðir til þess að koma í veg fyrir og leysa ágreining um milliverðlagningu Kafli V. Skjalfesting Kafli VI. Sérstaklega um óáþreifanlegar eignir Kafli VII. Sérstaklega um þjónustu innan samstæðu Kafli VIII. Kostnaðarframlagssamningar 6.4 Kafli I. Armslengdarreglan í kaflanum segir m.a. um armslengdarregluna að hún sé heppileg að því leyti að hún nálgist best verkun opins markaðar þegar um sé að ræða tilfærslu vara og þjónustu milli tengdra fyrirtækja.47 Beiting reglunnar grundvallast almennt á samanburði á samningsskilmálum í tengdum tilfærslum (e. controlled trans- action) við samningsskilmála í ótengdum tilfærslum milli ótengdra aðila. Til þess að slíkur samanburður komi að gagni verða hinir efnahagslegu þættir, er máli skipta í þeim tilfærslum sem bomir eru saman, að vera nægjanlega sam- bærilegir. Millifærslumar eru taldar vera sambærilegar „ef sá mismunur sem kann að vera milli þeirra aðstæðna sem bornar eru saman geti ekki haft efnisleg áhrif á þá skilmála sem til skoðunar eru samkvæmt aðferðafræðinni (þ.e. verð og álagning), eða að unnt sé með ásættanlegri nákvæmni að framkvæma leiðrétt- ingu til þess að afmá áhrif slíks mismunar“.48 Meðal þeirra þátta sem ákvarða samanburðarhæfni eru eftirfarandi:49 einkenni (e. characteristics) þeirrar eignar eða þjónustu sem um er að ræða starfræn skilgreining (e. funtional analysis) 46 OECD Model, 1998, bls. 91-92. 47 Leiðbeiningar OECD, 1. k„ 1.13. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.