Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 77

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 77
hina hlutlausu niðurstöðu. Eitt meginatriðið er að heimildin þarf að vera almenns eðlis, þ.e. gilda um öll sambærileg tilvik. Stundum er sagt um laga- námið að hið stærsta sem lærist, og kannski það eina sem skipti verulegu máli, sé að öðlast hinn júridíska þankagang. Hver er hann? Engar einhlítar skýringar eru til. Ég held að hann felist aðallega í þrennu: að greina aðalatriði frá aukaatriðum, að vera hlutlægur við mat á því hvað skiptir máli og síðast en ekki síst að hugsa aðeins um eitt í einu. 3. ÞRJÁR VÍSBENDINGAR UM LAUSUNG í LAGAFRAMKVÆMD Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að á síðari tímum gæti í auknum mæli nokkurrar lausungar í lagaframkvæmdinni á íslandi. Menn telji hinar hefð- bundnu réttarheimildir ekki lengur binda sig með þeim hætti sem hingað til hefur verið talið. Meira sé heimilt en áður. Um þetta skulu nefndar þrjár vís- bendingar. 3.1 Margar jafnréttar niðurstöður í fyrsta lagi skal nefnt að fræðimenn í íslenskri lögfræði flytja okkur kenn- ingar um að til séu fleiri en ein, jafnvel margar jafnréttar niðurstöður í sama lögfræðilega úrlausnarefninu. Dómstólar hafi ekki aðeins þau verkefni að finna viðeigandi réttarheimildir og skýra lög, heldur hafi þeir líka lagasetningarvald, jafnvel til jafns við löggjafann, og fari með það honum til aðhalds og mótvægis, eins og það hefur verið orðað. Það nýjasta og sérkennilegasta sem heyrst hefur af þessum toga er að dómstólar eigi að vera „spegill almenningsálitsins". Bráðum verða skoðanakannanir Gallups líklega veigamestu heimildir réttarins. Þá þyrfti kannski að setja reglur um hvort kanna beri almenningsálitið fyrir eða eftir hádegi, svo mjög sem það kann að breytast yfir daginn. Ég hef fjallað um þessar kenningar á öðrum vettvangi og hlífi því fundarmönnum við frekari ræðu um þær nú. Ég segi aðeins að þær eru mjög til þess fallnar að auka á agaleysi og lausung við meðferð réttarheimilda þegar leyst er úr lögfræðilegum viðfangsefnum. 3.2 Reglur samkvæmt milliríkjasamningum í öðru lagi þykir mér sem að undanförnu hafi orðið vart tilhneiginga til að telja lagareglur, sem til hafa orðið í alþjóðlegu samstarfi, öðlast gildi á íslandi án þess að þær hafi verið leiddar í lög og birtar á stjómskipulegan hátt. Viðhorf af þessu tagi hafa ekki síst tengst samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði sem ísland gerðist aðili að með lögum nr. 2/1993. Ég fæ ekki betur séð en að í viðhorfum þessum felist fráhvarf frá hefðbundnum sjónarmiðum um réttar- heimildimar og raunar sýnist mér að hér séu á ferðinni tilhneigingar til að telja lagasetningarvald á íslandi komið að nokkru leyti úr höndum Alþingis og í hendur alþjóðastofnana. 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.