Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 17
Ólögmæt ráðstöfun á varasjóði gat bæði haft afleiðingar fyrir tekjur félagsins
og hluthafans. Akvæði þetta kom fyrst inn í tekjuskattslög með 3. gr. laga nr.
20/1942 um breyting á lögum nr. 6/1935 um tekjuskatt og eignarskatt. Það er
því ljóst að hluti 2. mgr. 58. gr. er að stofni til eldri en lög nr. 40/1978.19 Yfir-
skattanefnd virðist gera sömu kröfur til beitingar hennar og beitingar 1. mgr. 58.
gr. sbr. yskn. nr. 266/1998, en þar segir orðrétt:
Ber þeim (skattyfirvöldum, innsk. höf.) annars vegar að sýna fram á, svo óyggjandi
sé, að verð sé óeðlilega hátt eða lágt, og hins vegar skjóta traustum stoðum undir
matsverð það sem þau ákvarða. Þar sem 2. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 kveður á um
skattlagningu tekjuauka á svo matskenndum grundvelli, sem fyrr greinir, er brýnt að
gætt sé varúðar við ákvörðun skattskyldra tekna samkvæmt þessu ákvæði.
Ef til vill er eðlilegast að líta á ákvæði 2. mgr. 58. gr. tskl. sem hluta af arms-
lengdarreglunni.
2. MILLIVERÐSREGLUR í ÍSLENSKUM TEKJUSKATTSLÖGUM
Svo sem lýst var í innganginum hér að framan er niðurstaðan sú að 58. gr.
tskl. hefur að geyma almenna milliverðsreglu.
2.1 Aðrar milliverðsreglur
Nefna má eftirfarandi ákvæði í tekjuskattslögunum sem hafa að geyma
milliverðsreglur. Ákvæði 2. málsliðar 1. tl. A-liðs 7. gr., sbr. 59. gr. s.l. um
reiknað endurgjald, fela í sér heimildir til ákvörðunar reiknaðra launa í eigin
atvinnurekstri með hliðsjón af hugsanlegum launum til ótengdra eða óskyldra.
Ákvæðin geta einnig átt við ákvörðun launa manns sem vinnur við rekstur sem
rekinn er í sameign með öðrum eða á vegum lögaðila. Ákvæði 2. mgr. 2. tl. C-
liðs 7. gr. kveða á um teknareikning húsaleigu á fasteignamatsverði ef heildar-
leigutekjur ná ekki því marki. Önnur málsgrein 24. greinar felur í sér heimild
fyrir skattyfirvöld til ákvörðunar kaup- eða söluverðs ef tilgreint verð í maka-
skiptasamningi er talið verulega frábrugðið því sem almennt gerist í hliðstæð-
um viðskiptum við bein kaup. Áður eru nefnd ákvæði 3. tl. 71. gr. um erlend
vátryggingarfélög.
Þá er skýr milliverðsregla í 2. mgr. 12. greinar 1. nr. 31/1999 um alþjóðleg
viðskiptafélög, þar sem mælt er fyrir um það að öll viðskipti alþjóðlegra við-
skiptafélaga við aðila þeim tengd skuli gerð á grundvelli almennra kjara og
venju í viðskiptum óskyldra aðila.
I reglugerð um tekjuskatt og eignarskatt nr. 245/1963 má nefna 1. málslið 2.
mgr. B-liðs 13. greinar þar sem kveðið er á um það að laun greidd í hlunnindum
skuli talin til tekna á gangverði á hverjum stað og tíma og ákvæði 2. tl. B- liðs
19 Sbr. hins vegar yskn. 434/1995 og 525/1995, þar sem 2. mgr. 58. gr. er talin yngri að stofni til.
85