Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 69
margra Evrópuþjóða, sem við eigum mikil viðskipti við. Þegar af þeirri ástæðu
er þörf á að breyta þessu ákvæði.
Annað kemur líka til. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið
(EES), sem lögfestur var með lögum nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið,
tók Island á sig viðamiklar skuldbindingar. Meðal þeirra er að tryggja frjálst
flæði vöru og peninga milli íslands og annarra ríkja, sem eru aðiljar að samn-
ingnum, þ.e. ríkja EFTA og Evrópusambandsins. Seljandi vöru, sem greidd er í
erlendri mynt, er mun verr settur að þessu leyti en seljandi vöru, sem greidd er
í íslenzkri mynt. Hið sama á við um þann, sem Iánar peninga í erlendri mynt.
Hér er talið, að fullyrða megi, að þessar reglur séu andstæðar megintilgangi
samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og fari í bága við meginreglur 8. og
40. gr. samningsins og að íslenzka ríkinu sé því skylt að fella reglu 11. gr. úr
gildi, sbr. 3. gr. samningsins. Verður heldur ekki talið, að sérstök rök séu til þess
lengur að hafa sérreglu um dráttarvexti á peningakröfur í erlendri mynt, hafi
slík rök einhvem tíma verið fyrir hendi.
4.4 Reglur um brottfall skyldu til að greiða dráttarvexti þegar um viðtöku-
drátt eða skyld tilvik er að ræða
í 13. gr. vaxtalaga er svofellt ákvæði:
Ef atvik, sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt, valda því að
greiðsla fer ekki fram skal ekki reikna dráttarvexti þann tíma, sem greiðsludráttur
verður af þessum sökum.
Af skýringum í greinargerð má ráða, að ákvæðið eigi við þegar um viðtöku-
drátt er að ræða af hálfu kröfuhafa, en einnig kemur skýrlega fram að því eigi
einnig að beita í tilvikum, þegar „skuldara er rétt að halda að sér höndum um
greiðslu, t.d. vegna vanefnda, eftir atvikum fyrirsjáanlegra vanefnda, kröfu-
hafa“. Jafnframt segir, að gert sé ráð fyrir að vaxtagreiðslur falli niður með öllu
á nteðan á slíkum viðtökudrætti stendur og að ekki sé rétt að leggja þá skyldu á
skuldara að leggja féð inn á geymslureikning, þótt við féð bætist nokkrir banka-
vextir kröfuhafa til handa.18
Þrátt fyrir ótvírætt orðalag 13. gr. og skýringar í greinargerð hafa dómstólar
ítrekað dæmt skuldara, sem með réttu hefur haldið að sér höndum um greiðslu
vegna vanefnda kröfuhafa, til þess að greiða dráttarvexti á þá fjárhæð, sem um
ræðir frá gjalddaga. Um þetta eru mörg dæmi úr dómaframkvæmd, þegar t.d.
kaupandi fasteignar heldur að sér höndum um greiðslu, þ.e. beitir svonefndum
stöðvunarrétti sínum (detentionsret), sbr. t.d. H 1994 2057, H 1995 2712, H
1996 1236, H 1996 2915 og H 1996 3093.
18 Alþingistíðindi 1986-87, A-deild, bls. 2847-2848. Regla 1. mgr. 4. gr. dönsku vaxtalaganna er
sama efnis og hefur verið skýrð með sama hætti, sbr. Mogens Munch: Renteloven med kom-
mentarer, bls. 113-114.
137