Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 39
„starfsemin færir viðkomandi félagi innan samstæðunnar hagrænan eða við- skiptalegan ávinning til eflingar viðskiptalegri stöðu þess“. í framhaldi af þessu er staðhæft í leiðbeiningunum að þessu skilyrði sé fullnægt, þegar sjálfstætt fyrirtæki myndi hafa verið reiðubúið til þess að greiða fyrir þessa starfsemi ef hún hefði verið innt af hendi fyrir það af hálfu þriðja aðila, eða það myndi sjálft hafa innt hana af hendi. Leiðbeiningamar gangast við því að endurgjalds vegna „athafna hluthafa“ (e. shareholder activities) ætti ekki að krefjast innan samstæðu og nefnir eftir- farandi starfsemi sem dæmi um slíkar athafnir: athafnir sem snerta lagalega umgjörð móðurfélagsins, svo sem hluthafafundir, útgáfa hlutabréfa móðurfélagsins og kostnaður vegna stjómarmanna þess; athafnir sem varða skýrslugjafa- og ársreikningsskyldur móðurfélagsins; fjáröflun til öflunar nýrra félaga sem ætlað er að vera í eigu móðurfélaganna. í leiðbeiningunum segir, að almennt séð ætti ekki að vera um að ræða innri þjónustu í samstæðu, þegar eitt samstæðufélag aðeins endurtekur þá þjónustu sem annað samstæðufélag innir sjálft af hendi eða kaupir af þriðja aðila. Undantekningar má þó finna frá þessu við sérstakar aðstæður. OECD mælir með beinni gjaldtökuaðferð vegna tilgreindrar þjónustu þegar unnt er að koma henni við. Ef fyrirtækið veitir þriðju aðilum einnig þessa þjónustu í einhverjum mæli gefur OECD til kynna að skattyfirvöld búist við því að sjá beinni gjaldtökuaðferð beitt um þessa þjónustu innan samstæðunnar. í leiðbeiningunum er viðurkennt að í mörgum tilvikum eigi fjölþjóðafyrir- tæki ekki annars úrkosta en að beita óbeinum aðferðum við staðfærslu kostn- aðar. Það er sérstaklega tekið fram að heimilt sé að beita slíkum aðferðum „enda sé nægjanlegt tillit tekið til gagnsemi þjónustunnar hjá móttakanda hennar og þess að hvaða leyti sambærileg þjónusta er innt af hendi milli sjálf- stæðra fyrirtækja“. OECD slær því föstu að þriðji aðili myndi venjulega veita þjónustu með það fyrir augum að afla hagnaðar. Samkvæmt því má ganga út frá því að sam- stæðufélag sem veitir þjónustu innn samstæðunnar ætti venjulega að gera ráð fyrir því að ná inn meiru en nemur þeim kostnaði sem þjónustan hefur í för með sér. 6-11 Kafli VIII. Kostnaðarframlagssamningar (KFS) Nýjasti kafli leiðbeininganna, sem útgefinn var 30. september 1997, fjallar um kostnaðarframlagssamninga (KFS) milli tveggja eða fleiri tengdra fyrir- tækja (og hugsanlega einnig ótengdra fyrirtækja). í kaflanum er KFS skilgreint sem samningsrammi sem fyrirtæki hafa komið sér saman um: 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.