Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 40
til að deila með sér kostnaði og áhættu vegna þróunar, framleiðslu eða öflunar tengdra eigna, þjónustu eða réttinda og; til ákvörðunar eðlis og umfangs hagsmuna hvers þátttakanda í þessum eignum þjón- ustu eða réttinda. KFS er samningsbundið fyrirkomulag frekar en óháð lagaleg eining. I framkvæmd mun KFS á hinn bóginn krefjast stjómunar eins og um væri að ræða sérstaka lagalega einingu eða félag. Hlutur hvers einstaks þátttakanda í afrakstri KFS starfseminnar verður að vera ákveðinn frá upphafi. Kjami KFS fyrirkomulagsins er að hlutfallslegur hlutur hvers þátttakanda í heildarkostnaði verður að vera í samræmi við hlut hvers þátttakanda í þeim heildarafrakstri sem búist er við að samningurinn leiði af sér. I KFS fyrirkomulaginu verður hver þátttakandi alltaf að geta búist við afrakstri af framlagi sínu, annað hvort miðað við skamman eða langan tíma. í KFS fyrirkomulaginu á hver þátttakandi sína hagsmuni og myndi eiga rétt á því að nýta þá beint, en ekki sem leyfisþegi. Þess vegna er ekki þörf á því að hver þátttakandi greiði þóknun (e. royalty). Efnahagslega eru allir þátttakend- umir sameigendur sérhverrar óefnislegrar eignar sem þróuð er. Þegar þátttakendur KFS fyrirkomulagsins draga sig út úr því eða því lýkur verður að fara eftir armslengdarreglum. Attundi kafli, sem fjallar um KFS, hefur að geyma leiðbeiningar um það hvemig hentugt sé að byggja upp og skjalfesta KFS. Itarleg sjónarmið um þetta er að finna í kaflanum. 7. MILLIVERÐSREGLUR í NOKKRUM LÖNDUM Hér á eftir verður gefið lauslegt yfirlit yfir milliverðsreglur í nokkrum löndum.53 7.1 Danmörk Armslengdarreglan var innleidd í dönsk lög á árinu 1960 á sama tíma og félagaskattalögin voru samþykkt þar. Samkvæmt þeim lögum gátu dönsk skatt- yfirvöld, með vísan til 12. greinar þágildandi félagaskattalaga, hækkað skatt- skyldar tekjur dansks dótturfélags eða fastrar atvinnustöðvar erlends félags, ef millilandviðskipti þeirra voru ekki álitin í samræmi við armslengdarregluna. Nefnd 12. grein sótti fyrirmynd sína í undirbúningsvinnu OECD í tengslum við 9. grein samningsfyrirmyndar OECD.54 1. mgr. 12. greinarinnar hljóðaði svo í lauslegri þýðingu: Ef félag, sem er undir yfirráðum erlends fyrirtækis, er í viðskiptalegum eða fjárhags- legum samskiptum sínum við það háð öðmm skilmálum en þeim sem myndu gilda fyrir óháð fyrirtæki, skal telja félaginu til skattskyldra tekna þann hagnað, sem gera 53 Yfirlitið er að nokkru byggt á upplýsingum frá Intemational Management Fomm, Course transfer pricing, 2000. 54 Sbr. H. Gam o.fl.: Intemational beskatnig - en introduktion. 2000, bls. 105. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.