Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 55
sögulegan uppruna armslengdarreglunnar á íslandi, sérstaklega vegna þess að menn virðist leggja út frá honum með nokkuð mismunandi hætti. Þessi um- fjöllun hefur gefið vísbendingar um eftirfarandi: 1. mgr. 58. gr. felur í sér almenna armslengdarreglu. Fyrirmynd þeirrar reglu er að finna í 9. grein samningsfyrirmyndar OECD um skattamál og hefur hún því alþjóðlega viðmiðun. 2. mgr. 58. gr. er til frekari fyllingar armslengdarreglunni. Vafasamt er að telja að 1. mgr. 58. gr. feli í sér einhverja „grunnreglu“ um skatta- sniðgöngu. 1. mgr. 58. gr. felur ekki í sér heimild til breytingar á vaxtakjörum. Þar sem sögulegur uppruni þeirrar armslengdarreglu sem innleidd var í dönsk lög á árinu 1960 var sá sami og uppruni 1. mgr. 58. gr. tskl., þ.e. 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD, hefur dönsk skattaframkvæmd á þeim tíma sem 12. gr. dönsku félagaskattalaganna var í gildi sérstaka þýðingu fyrir íslenska skattaframkvæmd og túlkun. Þá má undirstrika það að reglur leiðbeininga OECD um milliverðlagningu hafa ekkert formlegt réttargildi hér á landi enda þótt telja megi öruggt að horft sé til þeirra um almenna framkvæmd og skýringar. Engar reglur gilda hér um magra eiginfjármögnun. Bæði leiðbeiningarnar og reglur um magra eiginfjár- mögnun hafa víða erlendis verið gerðar að beinum eða óbeinum réttarheim- ildum. Þær skipta einnig grundvallarmáli fyrir íslensk fyrirtæki með starfsemi erlendis. í íslenskri skattaframkvæmd eru fá dæmi um almenn milliverðsmál. Engin dómsmál eru um efnið. Stærsta milliverðsmálið hér á landi, meint „hækkun í hafi“ hjá álverinu í Straumsvík, kom því miður fyrir skattaframkvæmdina hvorki til kasta skattkerfisins eða dómstólanna. Vaxandi alþjóðleg starfsemi íslenskra fyrirtækja gerir auknar kröfur til þekkingar á þeim reglum sem um þessi mál gilda samkvæmt íslenskum lögum, alþjóðlegum samningum og í lögum einstakra þjóða sem við höfum viðskipti við. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.