Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 55
sögulegan uppruna armslengdarreglunnar á íslandi, sérstaklega vegna þess að
menn virðist leggja út frá honum með nokkuð mismunandi hætti. Þessi um-
fjöllun hefur gefið vísbendingar um eftirfarandi:
1. mgr. 58. gr. felur í sér almenna armslengdarreglu.
Fyrirmynd þeirrar reglu er að finna í 9. grein samningsfyrirmyndar OECD um
skattamál og hefur hún því alþjóðlega viðmiðun.
2. mgr. 58. gr. er til frekari fyllingar armslengdarreglunni.
Vafasamt er að telja að 1. mgr. 58. gr. feli í sér einhverja „grunnreglu“ um skatta-
sniðgöngu.
1. mgr. 58. gr. felur ekki í sér heimild til breytingar á vaxtakjörum.
Þar sem sögulegur uppruni þeirrar armslengdarreglu sem innleidd var í
dönsk lög á árinu 1960 var sá sami og uppruni 1. mgr. 58. gr. tskl., þ.e. 9. gr.
samningsfyrirmyndar OECD, hefur dönsk skattaframkvæmd á þeim tíma sem
12. gr. dönsku félagaskattalaganna var í gildi sérstaka þýðingu fyrir íslenska
skattaframkvæmd og túlkun.
Þá má undirstrika það að reglur leiðbeininga OECD um milliverðlagningu
hafa ekkert formlegt réttargildi hér á landi enda þótt telja megi öruggt að horft
sé til þeirra um almenna framkvæmd og skýringar. Engar reglur gilda hér um
magra eiginfjármögnun. Bæði leiðbeiningarnar og reglur um magra eiginfjár-
mögnun hafa víða erlendis verið gerðar að beinum eða óbeinum réttarheim-
ildum. Þær skipta einnig grundvallarmáli fyrir íslensk fyrirtæki með starfsemi
erlendis.
í íslenskri skattaframkvæmd eru fá dæmi um almenn milliverðsmál. Engin
dómsmál eru um efnið. Stærsta milliverðsmálið hér á landi, meint „hækkun í
hafi“ hjá álverinu í Straumsvík, kom því miður fyrir skattaframkvæmdina
hvorki til kasta skattkerfisins eða dómstólanna. Vaxandi alþjóðleg starfsemi
íslenskra fyrirtækja gerir auknar kröfur til þekkingar á þeim reglum sem um
þessi mál gilda samkvæmt íslenskum lögum, alþjóðlegum samningum og í
lögum einstakra þjóða sem við höfum viðskipti við.
123