Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 45
En sérstaklega má hér nefna ákvæði eins og 54. grein tekjuskattslaga þeirra (ITC), sem kveður á um að vextir, þóknanir eða gjöld sem greidd eru til erlendis búsettra aðila sem ekki eru háðir skattskyldu erlendis eða hagstæðari skatt- skyldu en í Belgíu, séu ekki frádráttarbær þar nema greitt sé í góðri trú og ekki farið fram úr eðlilegum mörkum. Sönnunarbyrðin liggur þama hjá skattgreið- andanum. Þá má nefna 344. gr. ITC sem hefur að geyma almennt skattasniðgöngu- ákvæði sem miðar að því að koma í veg fyrir misnotkun lagalegra skilgreininga sem aðilar nota í millifærslum sín á milli, þej^ar markmið þessara skilgreininga er að forðast eða minnka skattskyldu þeirra. I þessum tilgangi gerir 1. mgr. 344. gr. þær kröfur að sú lagalega skilgreining sem aðilamir nota sé studd efna- hagslegu innihaldi (e. economic contents) millifærslunnar og að nægileg tengsl séu á milli annars vegar efnahagslegs innihalds og lagalegs forms sem aðilar velja hins vegar. Sérstök áhersla er lögð á það, að 1. mgr. 344. gr. ITC sé almenn skattasniðgönguregla en ekki sérstök milliverðlagningarregla. Þar sem hætta á slíkri sniðgöngu er mest hjá tengdum aðilum er þessari reglu, af hálfu belgískra skattyfirvalda, sérstaklega beitt gagnvart þeim til þess að koma í veg fyrir skattasniðgöngu í milliviðskiptum milli tengdra félaga en þó aðeins að því er varðar breytingu á hinni lagalegu skilgreiningu en ekki með breytingu á milliverðinu sjálfu.59 2. mgr. 344. greinar mælir fyrir um að líta megi fram hjá lagalegri millifærslu hlutabréfa, skuldabréfa og óáþreifanlegra réttinda til skattgreiðanda sem búsettur er í landi þar sem hann er ekki háður tekjuskatti eða háður tekjuskatti sem er verulega lægri vegna millifærslunnar en verið hefði vegna síkrar millifærslu í Belgíu. Reglan er líkindaregla sem skattgreið- andi getur hrundið með því að sýna fram á að viðskiptin fullnægi lögmætum fjárhagslegum eða efnahagslegum þörfum. í Belgíu er unnt að fá bindandi álit um milliverðlagningu. í 345. gr. ITC er að finna lista yfir atriði sem ekki er unnt að fá bindandi álit um. Þar á meðal eru talin ákvæði 1. mgr. 344. greinar. 7.7 Þýskaland í Þýskalandi eru ákvæði um milliverðlagningu einkum að finna í þrennum reglum um félagaskattlagningu: úthlutun falins hagnaðar (kafli 8 í félagaskattalögunum) framlagning falins eiginfjár (kafli 4 í tekjuskattslögunum) almenna armslengdarreglan (kafli 1 í lögum um erlendan skatt) Þessar reglur heimila leiðréttingu á tekjum skattgreiðanda ef skilmálar við- skipta milli tengdra aðila eru frábrugðnir því sem vera myndi í samningum milli 59 G. Cops og L. Narraina: IMF, 2000, Lesson VIII, bls. 20. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.