Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 10
1.2 Samstæður
Milliverðsreglur skipta mestu máli í viðskiptum innan samstæðu. Samkvæmt
2. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög (hlfl.) mynda móður- og dótturfélög í sam-
einingu samstæðu. Þegar hlutafélag á svo mikinn hluta hlutafjárins í öðru
hlutafélagi eða einkahlutafélagi að það fer með meiri hluta atkvæða í félaginu,
telst fyrmefnda félagið móðurfélag en hið síðamefnda dótturfélag, sbr. 1. mgr.
2. gr. hlfl., sbr. einnig 2. gr. 1. nr. 138/1994 um einkahlutafélög (ehlfl.).
Við nrat á réttarstöðu samstæðunnar er þýðingarmikið að gera sér grein fyrir
þeirri staðreynd að sérhvert félag innan samstæðunnar er sjálfstæður lögaðili
með sjálfstætt löghæfi bæði í fjármunaréttarlegum og skattaréttarlegum skiln-
ingi. Við mat á réttarlegri stöðu samstæðufélagsins skal því tekið mið af því
sem einstöku félagi án tillits til þess að það er hluti af samstæðu.4 Við mat á
samstæðufélagi í félagaréttarlegu og skattaréttarlegu samhengi verður því að
horfa á félagið með hliðsjón af þeim reglum sem gilda um óháð félög. Þetta
þýðir að samstæðufélagið gerir upp skattskyldar tekjur sínar samkvæmt þeim
efnis- og formreglum sem gilda um óháð félög.5 Uppgjör samstæðufélags á
skattskyldum tekjum er því einungis hægt að vefengja samkvæmt almennum
reglum sem gilda um tekjuleiðréttingu. Það er því mikilvægt að gera sér grein
fyrir því að milliverðsleiðréttingar eru frávik frá almennum skattaréttarlegum
meginreglum og útheimta því ótvíræða lagaheimild.6 Það fellur utan ramrna
þessarar greinar að fjalla nánar um skilgreiningu samstæðu skv. hlutafélaga-
lögum. I lögum nr. 144/1994 um ársreikninga merkir félagasamstæða móður-
félag og dótturfélög þess, sbr. 7. tl. 2. mgr. 1. greinar. Sú skilgreining sem þar
kemur fram er efnislega svipuð þeirri sem hlutafélagalögin hafa að geyma, sbr.
ennfremur sjöundu félagaréttartilskipun ESB um samstæðureikninga.7
Hugtakið samstæða eða félagasamstæða finnst ekki í tekjuskattslögunum, en
í 57. gr. B þeirra laga um samsköttun hlutafélaga er rætt um móðurfélag og
dótturfélög. Skilyrði fyrir samsköttun hlutafélaga er a.m.k. 90% eignarhald. I
skilningi þessarar greinar, sem kom inn í lögin með lögum nr. 154/1998, má
segja að samstæða geri ráð fyrir a.m.k. 90 % eignarhaldi. Akvæði 1. mgr. 58.
gr. tskl. hafa mesta þýðingu varðandi félagasamstæður. Greinin hefur hins
vegar ekki að geyma nein ákvæði um það hvenær samstæða er talin vera fyrir
hendi.
1.3 Föst atvinnustöð
Föst starfstöð eða föst atvinnustöð (útibú, skrifstofa, deild) hefur ekki sjálf-
stætt löghæfi eins og félag. Föst starfstöð erlendra aðila er þó háð takmarkaðri
skattskyldu á íslandi, sbr. 4. tl. 3. gr. tskl., og tekjur innlendra aðila af fastri
4 Sbr. Jan Pedersen: Transfer pricing. 1998, bls. 9 til 10.
5 Annað mál er heimild til samsköttunar félaga innan sömu samstæðu, sbr. tskl. 57. gr. B, sbr. 8.
gr. 1. nr. 154/1998 og 2. gr. 1. nr. 101/1999.
6 Sjá Jan Pedersen: Transfer pricing. 1998, bls. 10.
78