Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 59
um hæð dráttarvaxta. Á árinu 1998 var kynnt á vegum viðskiptaráðuneytis
frumvarp til nýrra vaxtalaga, en það var þó ekki lagt fram á Alþingi. Meðal
breytinga, sem þar voru gerðar tillögur um, var að felldar yrðu úr gildi hömlur
á því að semja um hæð dráttarvaxta. Nú nýverið hefur iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra skipað nefnd til þess að endurskoða vaxtalögin. Nefndin á að skila
frumvarpi til nýrra vaxtalaga fyrir 1. september 2000. í lýsingu á hlutverki
nefndarinnar, sem birt er á vefslóð iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, segir svo:
Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögu að breytingum á vaxtalögum til samræmis
við réttarþróun erlendis, en einnig að tryggja réttaröryggi og einfaldleika í fram-
kvæmd.
Einnig má nefna, að á 35. Norræna lögfræðingamótinu, sem haldið var í Osló
1999, var m.a. til umfjöllunar hvort ástæða væri til að setja sérstaka ógildingar-
reglu um vexti, sem fyrst og fremst tæki til dráttarvaxta.3
Þessi og fleiri tilefni leiða til þess, að rétt þykir að taka til umfjöllunar, hvort
nauðsynlegt sé að breyta vaxtalögunum og ef svo er, hvaða ákvæðum þeirra
eigi að breyta. Verður í greininni fjallað um þessi atriði og litið til þess, hvemig
ákvæðum í vaxtalögum er skipað hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.
2. REGLUR UM GILDISSVIÐ O. FL.
2.1 Gildissvið
I 1. gr. vaxtalaga er gildissvið þeirra afmarkað svo, að ákvæði þeirra gildi um
vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar og á öðrum sviðum réttarins eftir
því sem við getur átt, nema öðru vísi sé kveðið á í lögum.
Gildissvið vaxtalaga á öðrum Norðurlöndum er í megindráttum hið sama,
þ.e. þeim er einkum ætlað að gilda um peningakröfur á sviði fjármunaréttar.
Orðalag ákvæða í vaxtalögum annarra Norðurlandaþjóða er þó afar mismun-
andi að þessu leyti.4 í framkvæmd er því oft mikill munur á gildissviði vaxta-
laga hinna einstöku Norðurlandaþjóða. Á öðrum Norðurlöndum er meginreglan
sú, að reglur vaxtalaga gilda t.d. ekki um kröfur opinbers réttar eðlis, auk þess
sem mjög er tíðkað að semja um vexti og dráttarvexti með öðrum hætti en leiðir
af reglum laganna.5 Á íslandi hefur framkvæmdin hins vegar verið á þann veg,
3 Umfjöllunarefnið var nefnt Jamkning av dröjsmálsránta. Aðalframsögumaður var Anna Ekblom-
Wörlund.
4 Sjá 1. mgr. 1. gr., sbr. 8. gr. dönsku vaxtalaganna, Renter ved forsinket betaling mv, nr. 583/1986,
sbr. 5. gr. norsku vaxtalaganna, Lov om renter ved forsinket betaling m.m., nr. 100/1976, 1. gr.
sænsku vaxtalaganna, Rántelag, nr. 635/1975 og 1. gr. finnsku vaxtalaganna, Rantelag, nr.
633/1982.
5 Sem dæmi má nefna 1. gr. finnsku vaxtalaganna (sænsk útgáfa), þar sem segir: „Denna lag
tillámpas inte p& 1) galdsförhállande som bygger pá offentligráttslig grund ...“. í 1. gr. sænsku
vaxtalaganna segir einungis að þau gildi um peningakröfur á sviði fjármunaréttar. Þetta ákvæði
hefur verið skýrt svo, að reglum laganna kunni að verða beitt með lögjöfnun um kröfur, sem eru á
127