Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 18
17. greinar um heimilisnotaðar búsafurðir sem sömuleiðis skal meta á gang-
verði, sbr. einnig þágildandi ákvæði 1. mgr. 23. greinar um frádrátt vegna
kaups til handa skylduliði framteljanda sem skyldi vera í samræmi við það sem
öðrum væri greitt.20
2.2 Hagsmunatengsl
Eins og áður hefur verið rakið, kom fram í upphaflegu frumvarpi að þeim
ákvæðum sem nú er að finna í 1. mgr. 58. greinar tskl., að greininni var ætlað
að ná til aðila sem væru tengdir sifjaréttarlega eða með einhverjum hætti fjár-
hagslega. Skilyrði af þessum toga eru í flestum milliverðsákvæðum, enda
byggja þau almennt á því að við þær aðstæður geti verið hætta á að greiðslur
séu ákvarðaðar hærri eða lægri en almennt gerist. Það verður í raun að ganga út
frá því sem hugtaksatriði að milliverðsákvörðun á grundvelli armslengdarsjón-
armiða verði ekki komið við nema í viðskiptum milli tengdra, skyldra eða að
öðru leyti innbyrðis háðra aðila. Ef til vill hafa menn litið svo á við samþykkt
frumvarpsins á Alþingi að óþarfi væri að taka slíkt fram í sjálfum lagatextanum.
Þá var það áður rakið að 2. mgr. 58. greinar ætti uppruna sinn í reglum sem
varða viðskipti milli félags og hluthafa þess.
í framkvæmd hefur verið gengið út frá því að beiting beggja þessara reglna
væri háð því að um væri að ræða skipti milli tengdra, skyldra eða innbyrðis
háðra aðila, þ.e. hagsmunatengdra aðila.21 Hvenær eru aðilar þá taldir tengdir
hagsmununt í þeim ntæli að armslengdarreglur eigi við? Bent hefur verið á 8.
og 9. gr I. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, þar sem í lögskýringargögnum er
vísað til gjaldþrotalaga um það hverjir teljist tengdir. Við athugun á þessu
álitaefni verður að hafa í huga að meginreglan í einkarétti og skattarétti er
samningafrelsi. Til þess að vikið verði frá þeirri reglu verður almennt að vera
fyrir hendi skýr lagaheimild. Alíta verður því að hæpið sé að sækja skil-
greiningu á því hverjir teljist geta verið hagsmunatengdir samkvæmt 58. grein
tekjuskattslaga beint yfir í gjaldþrotalög eða tollalög, enda þótt einhverja hlið-
sjón megi efalaust hafa af ákvæðum þeirra laga. Varðandi hlutafélög sérstak-
lega hlýtur að vera litið til I. nr. 2/1995 um hlutafélög, þar sem fyrst og fremst
miðað er við a.m.k. helmings yfirráð, sbr. kafla 1.2 hér að framan.22 Varðandi
einstaklinga mætti e.t.v. miða við brottfallið ákvæði 1. mgr. 23. greinar rg. nr.
20 Utan tekjuskattslaga má nefna 8. gr. 1. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt varðandi úttekt eiganda
úr fyrirtæki o.fl., sbr. ennfremur 9. gr. s.l. um viðskipti milli skyidra aðila. Einnig er vert að
minnast ákvæða brottfallinna laga um aðstöðugjald, sbr. 3. mgr. 37. gr. 1. nr. 8/1972 um tekjustofna
sveitarfélaga, sbr. úrsk. rskn. nr. 1388/1979, Urv. bls. 168-170. Hér má einnig nefna samninga um
álbræðsluna í Straumsvík, þar sem minnst er á armslengdarreglur í samband við útreikning á
hagnaði Isals. Á þá reglu reyndi snemma á 9. áratugnum í sambandi við „hækkun í hafí“ þar sem
stjómvöld töldu að Alusuisse, móðurfélag ÍSALS, hefði látið íslenska dótturfélagið greiða of hátt
verð fyrir súrál sem það flutti inn frá Ástralíu á ámnum 1975-1980.
21 Sbr. Kristján Gunnar Valdimarsson: Tímarit lögfræðinga. 1998, bls. 238-241.
22 í úrskurði yskn. nr. 233/1999 virðist eignarhluti hluthafa ekki hafa verið meiri en 33,3%.
86