Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 4
4
lóku ;ið leita hinna raunverulegu orsaka (verœ causæj og
rej7na að lesa lögmál náttúrunnar út úr rás viðburðanna
sjálfra. Og þá rann visindaöldin upp. Hún gjörbreytti heims-
mynd manna og heimsskoðun og öllum vísindaaðferðum
þeirra. Það þótti ekki nóg að athuga hlutina eða rás við-
burðanna, heldur varð nú að mæla allt og vega og færa allt,
sem unnt var að mæla og vega, i stærðfræðilegan búning.
En þetta varð til þess, að öll áherzlan var lögð á þá eigin-
leika hlutanna, sem mælanlegir voru, og þeir taldir öðrum
eiginleikum fremri, en hinu frekar sleppt, sem ekki varð
mælt eða vegið.
Þetta varð til þess, að tilveran var eins og klofin í tvennt
og hún rænd miklu af fegurð sinni og andlegu verðmæti.
Allt það, sem unnt var að mæla og vega, var talið hlut-
rænt (objeklivtj, svo sem efnið sjálft og þyngd þess, slærð
hlutanna, lögun þeirra og hreyfing, og þessir eiginleikar
hlutanna voru nefndir frumlegir (prímœrirj; en allir
aðrir eiginleikar, svo sem ljós og litir, hljóð, hljómar, lykt
og bragð, voru taldir vera af hugrænum (subjektivum!
uppruna, taldir spretta af sjálfu starfl skynfæra vorra; voru
þeir því nefndir annarlegir (sekundœrir) eiginleikar og ^
ekki fjarri því, að þeir væru taldir óverulegri en hinir frum-
legu eiginleikar, einskonar heilaspuni.
Þelta varð og til þess, að farið var að lita á tilveruna
eins og vél, þar sem eitt hjólið ræki annað af óhjákvæmi-
legri eðlisnauðsyn og allt væri orðið til úr dauðum efnis-
pörtum. Sumir héldu því fram, að þessi vél hefði í fyrstu
verið tilbúin af guði, og að hann- haggaði ekki við henni
siðar; þelta voru hinir svonefndu guðstrúarmenn (deistarj;
en aðrir héldu, að efnið sjálft væri undirstaða alls, að það
væri eilíft og óumbreytanlegt, og að þessi mikla heimsvél
væri orðin lil úr þvi fyrir óumflýjanlega eðlisnauðsyn; þessu
héldu hinir svonefndu efnishyggjumenn (materialistarj fram,
og þeir urðu æ fleiri og fleiri.
f*annig var þá heimurinn orðinn að hremmilegri vél, sem
gekk sinn vanagang eftir órjúfanlegum lögum. En hvað var
þá um lífið og andann? Sumir héldu, að það væri innblásið
hinum efniskenndu likömum af guði; en aðrir, að það yrði
á einhvern hátt til úr sjálfum efnispörtunum; en hvernig
það hefði getað orðið, gerðu menn sér enga nánari grein
fyrir. Heimsvélin var því orðin að einskonar klak- og af-
J