Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 7
I. Heimsmynd vor og tímarúmið.
1. Leonardo da Vinci. Frumherji og ímynd
hinna nýju tímo, er runnu upp með endurreisnartímabilinu
svonefnda, varð öllum öðrum fremur Leonardo da Vinci.
Vildi hann fela það klerkum og kennimönnum að hugsa
um, hvernig út kvnni að lita annars heims; en sjálfur kvaðst
hann ætla að hyggja að þvi, sem reynslan kenndi. Hann
varð þvi fyrsti verulegi raunsæismaðurinn og var raunar
heilli öld á undan sínum tíma (1452 — 1519). Hann sagðist
vilja sjá allt og skoða, sagðist jafnvel vilja fara feti lengra í
þessu en sjálfum skaparanum kynni að líka. En fyrir þetta
athugunarstarf sitt og leikni i öllu verklegu — hann var
jafnvígur á báðar hendur og reit dagbækur sinar með svo-
nefndri spegilskrift, aftur á bak og með vinstri hendi —
varð hann einhver hinn alhæfasti snillingur, sem uppi hefir
verið, enda lagði hann gjörva hönd á allt. Hann teiknaði
og málaði flest það, sem fyrir augun bar og athugaði það
með hinni mestu nákvæmni. Þannig teiknaði hann fjrrstur
manna myndir af beinabj'ggingu manna og dýra, athugaði
vöðvabrigðin í öllum líkamsstellingum, svipbrigði manna og
yfirbragð; hann rannsakaði og blóðrásina og margt annað
fleira. Honum skildist, að hljóð og litir hlytu að stafa af
bj'Igjuhrejrfingum lofts og Ijóss. Og á undan Koperníkusi gat
hann þess til, að jörðin mundi vera reikistjarna, er snerist
í kringum sólina. Hann hugsaði upp spunavélar og stunda-
klukkur, vatnsdælur og jafnvel flugvélar, þótt ekki kæmu
þær að haldi. Hann bj'ggði brýr og vegi, sagði fyrir um
áveitur og gerði skipulagsuppdrætti að heilurn borgum. Og
loks bjó hann til ýmiss konar vígvélar og vigi. En umfram
allt teiknaði hann þó og málaði og varð snillingur í því.
Teiknaði hann með slikum næmleik, að mönnum fannst
ekki einungis, að þeir sæju sjálfa hlutina fyrir sér, heldur