Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 11
11
orðnu. Þvi sagði Pascal, þar sem hann var að andæfa einni
keuningu Aristótelesar um »tómahræðslu« hlutanna: »Þeir,
sem vér köllum fornmenn, voru nýgræðingar i öllu og tákna
barnæsku mannkynsins; þar sem vér höfum bælt reynslu
allra eftirfarandi alda við þekkingu þeirra, er það hjá oss,
sem ætti að leita að þeirn virðuleik ellinnar, er vér dáum svo
rnjög hjá öðrum«. Þannig reit ungur maður um miðja 17. öld,
meðan vísindin enn voru í bernsku; hvað skyldi hann þá segja
nú? — En þá urðu þó aldahvörf, meiri en nokkuru sinni áður.
í fyrsta sinn i sögunni horfðu menn nú ekki lengur aftur,
heldur fram. Og menn tóku að finna lii þeirrar áköfu eftir-
væntingar, sem auðkennir svo margan nútiðarmanninn, að hver
nýr dagur kunni að færa honum einhvern nýjan sannleika.
Og nú kom sá maður til sögunnar, er aldahvörfunum réð
með þvi að finna það allsherjar lögmál, er leiða mætti út af allan
gang himintunglanna og þyngd þeirra, en það var Newton.
4. Isnac Nevvton fæddist sama árið og Galilei dó,
á jóladaginn 1642. Árið 1665 tók hann að gruna, að það
kynni að vera aðdráttur jarðar, sem jdli þvi, að tunglið
snerist hringinn í kringum jörðuna, í stað þess að fleygjasl
i snerlilínu frá hringbraut sinni út i geiminn. Fjarlægð tungls
frá jörðu er 238857 enskar mílur, eða 60.27 hringgeislar
jarðar. Þar sem nú tunglið rennur í slikri hringbraut einu
sinni á mánuði (á 27 dögum, 4 tímum, 43 min. og 11,5 sek.),
þá fer það 2287 e. milur á hverri klukkustund. Færi það i
beinni linu út frá hringbraut sinni, mundi það fjarlægjast
jörðu um 0.0044 fet á hverri sek., en nú fellur það, sem
þessu nemur, inn á móts við jörð. Þetta er miklu minna
en hlutur myndi falla á hverri sekúndu á jörðu hér. En
Newton gizkaði nú á, að aðdráttur jarðar þyrri í öfugu hlut-
falli við fjarlægðina i 2. veldi. Nú er iunglið 60.27 jarðgeisla
frá jörðu, en 60.27 X 60.27 — 3632, því ættu hlulir hér á
jörðu að falla þetta miklu hraðar en tunglið. Tunglið fellur,
eins og þegar er sagt, 0.0044 fet á sek. inn á móts við jörð,
þá æltu hlutir hér á jörðu að falla 3632 X 0.0044 eða allt
að því 16 fet á sek.; en eftir máli því á yfirborði jarðar,
sem þá var talið gott og gilt og Newton fór eftir, áttu hlutirnir
ekki að falla nema 13 fet. Því hélt hann, að tilgáta sín væri
skökk og lagði útreikninga sína á hilluna, en tók i stað þess
að gefa sig að hinum annáluðu Ijósrannsóknum sinum.
Árin 1666—72 gaf Newton sig við þessum rannsóknum.
Með því að sundra sólarljósinu í regnbogaliti þess og mæla