Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 12
12
Ijósbrotshorn hvers litar, svndi hann fram á, að hver tegund
ljósgeisla var sinum lögum háð, þótt ljósgeislarnir, er þeir
rynnu sanian, mynduðu hvilt Ijós. En af hverju stafaði þetta
ljósbrot? Hinn mikli samtíðarmaður Newtons, Hollendingur-
inn Huyghens, sá er kom fram með þá kröfu, að allt, sem
fyrir kæmi i náttúrunni, bæri að skýra á vélrænan hált (per
rcitiones mechanicasj, hafði þegar haldið þvi fram, að þetta
mismunandi Ijósbrot stafaði af mismunandi bjdgjulengdum
ljósgeislanna; var tilgáta hans því nefnd bylgjulcenningin
(nndiúaiionstheoria). En Newton hélt því fram, að það stafaði
af þvi, að ijósgjafinn varpaði frá sér mismunandi tegundum
smáagna, og var þetta því nefnt útvarpskenningin (emissions-
theoriaj. Ut af þessu reis mikil deila, og er hún kom fyrir
visindafélagið brezka, sigraði Newton fyrir álit það, er hann
hafði þegar getið sér, og þannig hélzt þetta alla leið fram á
19. öld, er bylgjukenning Huyghens komst til vegs og valda.
En nú í upphafi 20. aldar eru eðlisfræðingar, eins og siðar
skal sýnt, farnir að reyna að sameina hvorttveggja, með því
að líta á rafeindina, hinn eiginlega Ijósgjafa, ýmist sem
sveip eða depil. Annað enn einkennilegra, sem menn nú og
eru farnir að halda fram, drap Newlon á í ljósfræði sinni
(Opticks, 1704, Query 30), að eins og efnið gæti orðið að
Ijósi, eins gæli Ijósið orðið að efni.
Þólt Newton gæti sér mikla frægð með ljósrannsóknum
sínum, gat hann sér þó enn meiri frægð, er hann 1683 sneri
sér aftur að hinum stjarnfræðilegu rannsóknum og tók að
semja höfuðrit sitl: Philosophiœ naturalis principia mathe-
matica. Skiptist það í 3 bækur, og i 3. bókinni, er kom út
1687, lýsir hann nánar þyngdarlögmáli sínu og heimsmynd
þeirri, sem af því leiddi.
Newton orðaði þyngdarlögmál sitl svo, að efniskenndir
ldutir, sem væru undir aðdráttar-áhrifum hvor annars,
drægju hvor annan að sér i beinu hlutfalli við efnisfylldir
sinar, en i öfugu hlulfalli við fjarlægðina á milli þeirra í 2.
veldi (A = —-2—).
Lögmál þetta má sánna bæði með reynslunni og reikn-
ingslega, með því að draga út úr þvi ýmislegt það, sem
menn hafa ekki áður vitað.
Reynslan virðist sýna, að aðdráttur eigi sér stað ekki ein-
ungis milli smáagna þeirra, sem í hlntunum eru, heldur og
milli hluta þessara og jarðarinnar, eins og lika milli jarðar-