Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 15
15
víst, að nokkur sá hlulur eða staður sé til, er sé í algerðri
hvild, þannig að hann megi nota sem öruggt mið og til
þess að greina i milli raunverulegrar og skj'nrænnar hreyf-
ingar. Til þess að alger hreyfing geti átt sér stað, verður að
vera til algert rúm og alger tíð, sem ekki eru neinu háð
utan við sjálf sig. En þá verða líka að vera til algerlega
fastákveðnir staðir, er unnt sé að miða allt annað við. Slíka
staði getur nú skynjun vor ekki látið oss í lé og allt er á
lleygiferð í himingeimnum. Frumstæðir staðir (loca
primariaj ákveða bæði sjálfa sig og aðra staoi og kunna
þeir að vera til einhversstaðar úti á milli faslastjarnanna
eða fvrir utan þær.
Hið sanna rúm og hin sanna tið eru stærðfræðilegur timi
og rúm, en hvorugt þetta getum vér skynjað. Þetla algerða
rúm er þó ekki tómt, heldur er það skynrúm guðs
/sensorium deij, þar sem hann sjálfur er alstaðar nálægur
og skynjar alia hluti. Öllu hefir hann, sem hinn æðsti
reiknimeistari (summus geometricus), skipað niður á hinn
dásamlegasta hált og án hans verður samræmi það, sem er
í nátlúrunni, ekki skýrt. Hversvegna fer t. d. ekkert til ó-
nýlis í náttúrunni; og hversvegna fer hún alltaf einfölduslu
leiðirnar? Hvaðan stafar allt skipulagið í heiminum og öll
fegurð hans? Hreyfingar reikistjarnanna i brautum, sem eru
hér um bil sammiðja snúningsfleti sólar, og því nær í sama
fleti, — i stuttu raáli, öll þessi dásarnlega niðurskipun verður
ekki skýrð á vélrænan hátt. Efnisfylldir hnattanna, fjar-
lægðir þeirra, hraði, þéttleiki, geta aðeins hafa verið ákveðin
með yfirnáttúrlegum hætti, og það verður aðeins skýrt með
einhverju yfirnáttúrlegu aflí, að reikistjörnurnar hreyfast í
ákveðnum brautum umhverfis sólina, í stað þess að fylgja
sinum eigin þunga og fleygjast inn í hana. Og svo er með
ýmislegt annað i náttúrunni, hið merkilega sköpulag dýranna,
líffæri þeirra, eðlishvatir o. fl.1)
6. Newton — Kant — Laplace. Það, sem
hér er tilfært eftir Newlon, verður allt að skrifast á reikning
trúarinnar. En á öðrum stöðum í ritum sínum, og einkum
í einu bréfi sínu til Bentley’s, dags. 10. desbr. 1692, litur
hann allt öðru vísi á þetta og getur hugsað sér, að heimur-
inn hafi orðið til á alveg véirænan hátt. Þar segir hann:
1) Scholium generale i »Principia<i, Opticks, Query 28 og 31, sbr. Bréf
tii Bentley’s.