Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 20
20
við þessa tilraun voru ofur einfaldar; það var alkringlótt
borð, er snerist um miðdepil sinn og var því skipt i miðju
með jafnarma, réttum krossi, en álmur hans merktar A og
B, C og D og miðbikið með 0. Nú var ljósgeisli sendur frá
C til 0, en speglar reistir i A og B til þess að endurkasta
ljósinu til 0. Átti með þessu að finna muninn á hraða ljóss-
ins eftir þvi, hvort það færi með eða á móti hreyfistefnu
jarðarinnar sjálfrar. Gerðar voru margar tilraunir og í mis-
munandi áttir, og mælitækin, eins og sagt var, ákaflega næm,
en allt kom fyrir ekki, útkoman varð jafnan núll. Og þótt
Michelson endurtæki þessar tilraunir með öðrum manni,
Morley, þó nokkuð löngu siðar og með breyttum og hættum
tækjum, þá varð útkoman jafnan sú sama, — núll. Þelta
þótti mönnum næsta kynlegt og hotnuðu þeir, sem bezt
höfðu vit á, lengi vel ekkert i þessu. Og svo liðu nokkur ár,
að menn vissu hvorki upp né niður, öll mælitæki virtust
bregðast manni við þessar tilraunir.
í). Stytting- mælitækjanna. En þá var hent á
það, fyrst af Fitzgerald 1893, en siðan honum óháð af Lorenlz
1895, að allir efniskenndir hlutir k}rnnu að dragast litið eitt
saman, jafnskjótt og þeir kæmust á hreyfingu, og þvi meir,
því hraðari sem hreyfingin væri. Ef hraðinn væri t. d. 30
km. á sekúndu — sem er hraði jarðarinnar umhverfis sól-
ina — næmi samdráttur þessi 1 af 200.000.000 eða 6l/2 cm.
af þvermáli jarðar. Öll mælitæki vor, úr hvaða efni, sem
þau væru, hlylu að dragast saman eftir þessu hlutfalli, jafn-
skjótt og þeim væri beint i hreyfingaráttina, en þar sem þau
þó sýndu sömu mælitölur og áður, yrði árangurinn af öllum
tilraunum eins og þeirra Michelsons og Morleys — núll.
Nú varð mikill vábrestur í herbúðum vísindanna. Átti
maður þá ekki að geta treyst sinum eigin mælitækjum lengur?
Ekki leit út fyrir það. Og nú sýndu þeir Lorentz og Larmor
árið 1900 fram á það með stærðfræðilegum útreikningi, að
svo framarlega sem efniseindir hlutanna, og þá einnig mæli-
tækja vorra, væru tengdar rafsegulböndum, þá hlytu þeir að
slyttast, jafnskjótt og þeim væri heint i hreyfmgarátlina, og
það þvi meir, sem hreyfingin væri hraðari, eftir formúlunni
sem u táknar hraða hlutarins, en c hraða
Ijóssins, og næmi styttingin einmitt þvi, er tilraunirnar
hefðu sýnt.
En ef ekki var unnt að nota venjulega mælikvarða, mátti