Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 21
21
þá ekki nofa sjóngler og ýmisskonar raflæki? Þetta var og
reynt, o{> af merkum vísindamönnum, en útkoman varð sú
sama, niðurstaðan varð núll. Ef jörðin þvi hreyfðist um þetta
ljósvakahaf, sem á að vera, með einhverjum ákveðnum
hraða, þá var eins o» öll mælitæki vor hefðu hafið almennt
samsæri til þess að leyna því. Eða var hér um eitthvert
ófundið náltúrulögmál að ræða?
Hugsum oss mann, sem hefir verið að reyna að búa lil
svonefndan sívaka (perpeluum mobilej. Hann getur líka eftir
itrekaðar árangurslausar tilraunir ætlað, að öll náltúran hafi
gert samsæri á móti sér, þangað til hann einn góðan veður-
dag lætur sér skiljast, að þetta kemur beint í bága við lög-
málið um viðhald orkunnar. Öll ný áreynsla, ný vinna hlýtur
að krefjast nýrrar orku og það því fremur sem öll mótstaða,
allur núningur framleiðir hita, en hitinn dreifir sér ogjafnar
sig og verður fyrir það að ónýtilegri orku. I’ví er ekki unnt að
nota upp aftur sömu orkuna og sívakinn þessvegna ómögu-
legur hlutur.
ÍO. Hin talrmarUaða afstaeöiwlíenning-.
Arið 1905 kom Einstein fram með þá tilgátu, að þetta »al-
menna samsæria mælitækjanna gegn því, að hraði jarðar-
innar yrði mældur, hilmdi í raun réttri yfir náttúrulögmál,
sem enn væri ófundið. Gæli það t. d. ekki verið eitt af lög-
málum náltúrunnar, að »ómögulegt sé með nokkurri tilraun
að ákveða absolut brej'fingu nokkurs hlutar?« Og mætti þá
ekki orða það eitlhvað á þessa leið: »Náttúrufyrirbrigðin
lita alveg eins út fyrir tveimur athugurum, sem eru á jafnri
innbyrðis hreyfingu«. Nú erum vér allir á jafnri innbyrðis
hreyfingu með jörð vorri og þvi sennilega ómögulegt fyrir
oss að mæla hinn absoluta hraða hennar.
Þelta var nú i raun léttri ekkert nýtt, og Newton hefði
að mestu leyti gelað fallizt á það. En aðgætandi var, hverju
menn höfðu haldið fram siðustu aldirnar. Newton liafði
ætlað, að fastra staða væri ekki að leita nema ef til vill á
milli faslastjarnanna eða einhversstaðar langt fyrir utan þær.
En nú voru engar »fastastjörnur« til, heldur aðeins sólir og
stjörnuhópar á ferð og flugi. En 18. og einkum 19. aldar
menn tóku að trúa á þelta kyrra og lygna ljósvakahaf, sem
átti að lauga og gagnsmjúga alla skapaða hluti; bærist Ijósið
eftir því og hnetlirnir rynnu í þvi. Einsteins tilgáta fól i sér
eitt af tvennu: annaðhvort væri þetta Ijósvakahaf hreint ekki
til, eða þá hitt, að vér gætum ekki mælt hinn absoluta hraða