Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 22
22
neins hlutar, og þá ekki heldur jarðarinnar, um þetta Ijós-
vakahaf.
En það varð nú að rannsaka allt þetta nánar. Stærðfræð-
ingar og eðlisfræðingar urðu að reikna út, hvort slik full-
yrðing, sem að ofan getur, bryti bág við nokkur af hinurn
viðurkenndu lögmálum náttúrunnar, og þelta gerðu þeir
Einstein og Lorentz, hvor í sínu lagi; en niðurstaðan af
rannsóknum þeirra varð sú, að þar sem afstæðis-tilgátan
virtist brjóta bág við þekkt náttúrulögmál, þar sýndu út-
reikningar og tilraunir, að annað hvort var lögmálið óná-
kvæmt orðað eða beinlínis rangt, en lögmál, orðað eftir
afstæðiskenningunni, rétt. Og afstæðiskenningin virtist ná til
alls, þess smæsta sem þess stærsta; hún sýndi t. d. fram á
það, að hraðauki hvers hlutar, hvort sem hann væri stór
eða smár, hefði massa-aukningu i för með sér, og að því
hraðar sem mælikvarðar hreyfðust, þvi meir stytlust þeir
eða skryppu saman í hreyfingaráttina.
En svo að mönnum geti nú skilizt, hvað kenning Einsteins
felur í sér, skal farið um hana nokkuð frekari orðum.
Sé Ijósvaki til og geri maður ráð fyrir ákveðnum miðum
í allar höfuðáttir, aftur og fram, til
hægri og vinstri, upp og niður, þá
mjmdi Ijós, sem sent væri af stað
á einhverju ákveðnu augnabliki,
fara með sama hraða í allar áttir,
þannig að áhorfandi, sem héldi
kyrru fyrir í ljósvakanum, myndi
álíta, að það breiddist út eins
og ljóshvel hringinn i kringum
sig og að hann sjálfur væri í ljóshvelinu miðju. Samkvæmt
afstæðistilgátunni hlýlur þessi útbreiðsla Ijóssins i allar áttir
að lita eins út fyrir athugara, sem er á hreyfingu; honum
mun og virðast sem hann sé í Ijóshvelinu miðju. En það
liggur í augum uppi, að það getur ekki verið sama ljós-
hvelið, sem umlykur þá báða, heldur silt hvort, hvelið A
fyrir 0, en B fyrir P og hvel B flytzt auðvitað með P með
þeim hraða, sem hann sjálfur fer. t*etta hefir nú þau áhrif,
að athugararnir 0 og P hafa hvor sinn tima og rúm, og
spurningin er, hvort unnt sé að finna nokkurt samtími fyrir
þá báða, hvort þeir m. ö. o. geti stillt klukkur sinar ná-
kvæmlega hvor eftir öðrum.
Hugsum oss, að tveir stjarnfræðingar, annar í Potsdam og