Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 35
35
°g mynnast hvort við annað. Þetta er næsta undarlegt: þótt
eplin detti ekki á gólfið í lyftunni, eins og þau myndu gera
á yfirborði jarðar, þá hneigjast þau þó hvort að öðru og
kyssast um leið og farið er um þungamiðju jarðar. Það lítur
þvi út fyrir, að einhver aðdráttur sé á milli þeirra. Og svo
er það líka í raun og veru. Því að þótt hið relatíva fall
hlutanna hverfi sjónum, verður bogsveigjan eftir, og hún
verður því meiri og því krappari, því meir sem vér nálg-
umst þungamiðju hnattanna.
Einstein vill skýra þetta allt sem hogsveigju tímarúmsins
sjálfs; en hann getur þó ekki neitað þeirri staðreynd, að
hún verði alltaf meiri og meiri, því meir sem vér nálgumst
miðbik þungra hnatta; en af því leiðir, að vér getum litið
á bogsveigju þessa eins og aðdrátt að sjálfri þungamiðju
hnattanna, og því er sjónarmið Newtons alls ekki frá með
lögum.
Sir James Jeans, sem lýsing þessi á Einsteinskenningunni
er að mestu leyti tekin eftir, segir: » . . . . Það er enginn
minnsti efi á þvi, hvað það er, sem ákveður hreyfingu
stjarnanna; það er þyngdarlögmálið, er segir, að sérhver
stjarna dragi sérhverja aðra stjörnu að sér í öfugu hlutfalli
við fjarlægðirnar á milli þeirra í öðru veldi. Þetta er New-
tons orðun á lögmálinu; en það stendur algerlega á sama i
þessu falli, hvort vér notum Jögmálið eins og Newton eða
Einstein vill orða það. Frá stjarnfræðilegu sjónarmiði er
naumast unnt að greina þessi tvö lögmál í sundur, og ótelj-
andi sönnunargögn, einkum frá athugunum á tvistirna-
brautunum, sem eru þeim báðum i vil. ... Vér þörfnumst
ekki neinna nánari ákvæða; þyngdarlögmálið eitt, ásamt
þeirri staðhæfingu, að stjörnunum sé ekki í sjálfsvald sett,
hvort þær fari eftir því eða ekki, er nægilegta.1)
Þar höfum vér þá orð þess manns, sem nú er í hvað
mestu áliti um öll stjarnfræðileg efni, fyrir því, að sjónarmið
Newtons og Einsteins séu að mestu leyti jafngóð, og verður
þvi naumast gert upp á milli þeirra.
1) Sbr. The Universe Around Us, p. 157—8 og 42—88.