Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 37
37
likum þeim, sem eru í eldinum. íJessi atóm eru kvikust
allra, og fyrir hreyfingar þeirra, sem gagnsmjúga allan
likamann, verða allar lífshræringar til. —
1 fornöld tóku Epikúrear þessa eindakenningu upp og
byggðu á henni efnishyggju sina; en skáldið Lucretius (d.
55 f. Kr.) bar hana fram hjá Rómverjum i fræðiljóði sinu
De rerum natura, þar sem hann lika kom fram með ein-
kennilega þróunarkenningu. Svo lá hún niðri um nærfellt
16 aldir, eða alla þá tið, sem kristnin var einráð yfir hugum
manna, þangað til franskur klerkur og fræðimaður, Gassendi
að nafni, endurvakti hana og kenningu Epikúrs á 17. öld.
Og þá var það, að Englendingurinn Robert Boyle kom henni
inn í efnafræðina. Þó voru það aðallega Englendingurinn
Dallon og Frakkinn Prousi, sem í upphafi 19. aldar komu
frumeindakenningunni í skipulegt horf, og siðan hefir efna-
fræðin lifað og dafnað með henni. Proust gat þess og til
um 1815, að léttasta frumefnið, sem til er, hið svonefnda
vatnsefni (hydrogeniumj, myndi vera uppistaðan í öllum
hinum frumefnunum. En sú tilgáta náði þó ekki fylgi og lá
niðri í heila öld af þvi, að menn gátu ekki séð, að þyngd
hinna annara frumefna væri nákvæmt margfald af þyngd
vatnsefnisins. Frumeindirnar voru þvi taldar jafnmargra
tegunda og frumefnin voru; voru þær eilífar og óum-
breytanlegar og fullar af efni því, sem þær mynduðu uppi-
stöðuna i.
3. Sameindir og írnmeindir. Hvað var nú
það, sem kom mönnum til þess að aðhyllast þessa einda-
kenningu? Menn sáu, að efnin komu f}rrir i þrennskonar á-
standi, föstu, fljótandi og eimkenndu ástandi. í föstu ástandi
voru efnispartarnir lítt hre}rfanlegir og eins og limdir saman;
í fljótandi ástandi losnaði um þá og þeir gátu þá ýmist
flotið saman i samfelldum straumi eða hrærzt hver innan
um annan; i eimkenndu ástandi urðu þeir hver öðrum al-
gerlega óháðir og ílugu fram og aftur með ákveðnum hraða,
er fór eftir hitastigi og þrýstingi.
Menn sáu og, er þeir fóru að rannsaka efnin nánar, að
þau voru ýmist samsett úr öðrum efnum eða ósamselt.
Flest efni voru samsett, og nefndust minnstu efnispartar
þeirra, er komu í Ijós við eimingu, sameindir (molecula).
En við greiningu þessara samseltu efna komu frumefnin í
ljós og voru minnstu efnispartar þeirra nefndir frum-
eindir (atomj. Ef t. d. andslæðum rafmagnsskautum var