Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 38
38
brugðið niður í vatnsglas, tók valnið, sem er samsett efni,
að leysast upp. Með öðru skautinu mynduðust loftbólur og
var súrefni í þeim; með hinu skaulinu mynduðust og loft-
bólur og var önnur lofttegund, vatnsefni, i þeim, og voru
jafnan 2 eindir vatnsefnis móti 1 eind súrefnis. Af þessu
drógu menn þá ályktun, að ein sameind vatns væri orðin
til úr 1 eind súrefnis og 2 eindum valnsefnis. En súrefni
og vatnsefni urðu aftur á móti ekki leyst upp i önnur efni
og þvi voru þau nefnd frumefni.
3. Frumeindataflan. Fyrst framan af voru frum-
efnin ekki talin mörg, helztu lofttegundir, allir hreinir
málmar og nokkur önnur efni. Þó var þeim alltaf að smá-
fjölga. Um og eftir 18S0 voru þau orðin um 70 talsins. Nú
eru þau með nokkurn veginn vissu talin 92 á jörðu hér;
af þeim eru þegar fundin 90, en tvö enn ófundin, það 85.
og 87. í röðinni. En af eindatöflu þeirri, sem fyrst var kennd
við þá Mendelejeff og Lothar Meyer og finna má nú í þvi
nær hverri alfræðihók, má sjá bæði röð, þyngd og heiti
hinna mismunandi frumefna.
Eindatafla þessi er næsta merkileg og girnileg til fróðleiks
þeim, sem hana kunna að meta. Frumeindunum er þar
raðað niður eftir þyngd þeirra og rafmagnshleðslu; byrjar
hún á léttasta frumefninu, vatnsefninu, sem hefir einda-
þungann 1, og endar á þyngsta frumefninu, úranium, með
eindaþunganum 238,5. Frumefnunum eru gefin latnesk heiti
og upphafsstafir þeirra notaðir til þess að tákna frumefnin
með i formúlum efnafræðinnar yfir hin samsettu efni. Vatn
er táknað með formúlunni H —0 —H eða OHs, og er þar
með sagt, að ein sameind vatns sé orðin til úr 1 frumeind
súrefnis (Oxygenium, 0) og 2 frumeindum vatnsefnis (Hydro-
genium, H2). Eindataflan skipar frumeindunum niður í 9
dálka. 1 O-dálkinum framan við eru hin »óvirku« frumefni,
eins og helium og argon, sem ekki tengjast öðrum efnum;
i 1. dálki þau, sem tengzt geta 1 frumeind annars efnis, i 2.
dálki þau, sem tengjast 2; i 3. dálki þau, sem tengjast 3, í
4. dálki þau, sem tengjast 4 eða fleiri frumeindum annara
tegunda. Eru frumefnin því ýmist nefnd eingild, tvigild, þri-
gild eða fjórgild eftir þvi, livað þau geta tengzt mörgum
öðrum frumeindum. Svo minnkar gildið aftur um 1 með
hverjum dálki aftur í 7. dálk. Tafla þessi hefir og verið
nefnd tafla hinna bilkvæmu breytinga, af því að svo litur út,
sem skipti um eiginleika efnanna með hverjum dálki og