Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 39
39
sæli því, sem þau skipa, þannig að bæði hefir mált segja
fyrir um eindaþunga og helzlu eiginleika frumefna þeirra,
sem enn voru ófundin, eflir þeim auðu sætum, sem enn var
óskipað í á töflunni.
4. Gerð írumeindanna. Hér verður nú ekki
farið frekar út i frumeindatöfluna, heldur aðeins drepið á,
hvers eðlis og af hvaða gerð menn hafa haldið, að frum-
eindirnar yfirleitt væru.
Lengi héldu menn, að frumefnin væru eilíf og óumbreyt-
anleg, væru til frá upphafi vega og gerðu ekki annað en að
mynda hin margbreylilegu samsettu efni. Varð þetta undir-
staðan undir þeirri fullyrðingu efnishyggjumanna, að efnið
væri upphaf og undirstaða alls annars. En svo fór menn að
gruna, að efnið myndi þá einhvern líma, og á einhvern hátt
vera til orðið. Varð mönnum þá helzt að líta til frumþoka
þeirra viðsvegar um himingeiminn, sem sólir og sólkerfi
virtust verða til úr, eða til sólnanna sjálfra, og gátu þess til,
að frumeindir hinna mismunandi efna yrðu þar til smátt
og smátt, eftir þvi sem sólirnar kólnuðu. t*að var t. d. hug-
mynd hins fræga enska eðlisfræðings, Clark Maxwells, þess
er fann lögmálin fyrir rafsegulhreyfingunum og geislan ljóss-
ins (1873), að frumeindirnar stykkju eins og mismunandi,
þung högl út úr alheimsaflinum, fylltar frumefni þvi, sem
þær tilheyrðu. Og annar enskur eðlisfræðingur, Sir Norman
Lockyer, sá er lagði mesta slund á að kynna sér litróf
(spektrum) sólna á mismunandi hitastigi, fullyrti þá og siðar,
að fyrst yrðu léttustu frumefnin, eins og vatnsefni og helium,
til á heitustu sólunum, og svo hvað af hverju eftir þvi, sem
sólirnar kólnuðu, þangað til komið væri að þyngstu frum-
efnunum, sem yrðu til á jörðu hér, en hver frumeind fæli
í sér sitt frumefni.
En ekki voru allir jafn-sannfærðir um þessa »efnisfylld«
frumeindanna. Lordt Kelvin (Sir William Thomson) hélt þvi
t. d. fram um líkt leyti, að frumeindirnar væru smásveipar
eða hringiður í Jjósvakanum, er jafnan vikju sér undan ytri
áhrifum einmitt af þvi, að þær væru hringlaga eða kúlulaga.
Slik hringiða væri að ytra áliti ódeilanleg — a-tomos —
þótt hún hið innra væri orðin til úr smásveipum með mis-
munandi snúningshraða.
Lengi héldu menn og, að þessar frumeindir efnanna væru
það smæsta og léttasta, sem til væri af efnistæi. Öfl eins og
t. d. segulmagn, rafmagn og Ijós lýstu sér aftur á móti í