Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Síða 42
42
skildist ekki fyllilega þá, hvað hér var um að vera, enda
efuðust margir um, að nokkurt »efni« gæti verið inni í loft-
tæmdu glerhylki, En Crookes reit þá þessi spámannlegu orð
um það, sem hahn nefndi »fjórða ástand« efnisins og áleit
vera hið upprunalega ástand þess: »Með þvi að athuga þetta
ástand efnisins virðist svo, sem vér að síðustu höfum náð
tökum á og gert að hlýðnum þjónum vorum ódeilanlegar
eindir, sem að líkindum eru hin efniskennda undirstaða al-
heimsins«. En þessu var lengi ekki trúað og engum datt í
hug að kalla smáeindir þær, er birtust í katódageislunum,
rafeindir.
7. Rafeindir. Pað var írskur eðlisfræðingur Sloney,
er fyrstur manna notaði orðið »elektron« árið 1892. En hann
viðhafði það um hina minnstu mælanlegu rafmagnshleðslu.
Þó var nú svo komið, að þrír menn, hver úr sínu landinu,
þeir J. J. Thomson i Englandi, Lenard i Þýzkalandi og
Lorentz í Hollandi voru allir þvínær samtímis (1895) búnir
að sýna fram á tilvist rafeinda, og hefir nafnið »elektron«
siðan verið haft um þær. Þeir voru meira að segja búnir
að reikna út »massa« eða þyngd hinna frádrægu (negatívu)
rafeinda og áttu þær að vera allt að því 2000 sinnum léttari
en léttasta efniseindin, en viðlæga (posiiíva) rafeindin, ef hún
annars var til, eittbvað á borð við hána.
Við nánari tilraunir með Crookes-hylkjum sýndi sig nú,
að í hinum svonefndu bakskautsgeislum voru frádrægar raf-
eindir, er sveigðust að framskauti segulsins. Og er farið var
að reikna út nánar þyngd þeirra eða massa, sýndi það sig, að
þær voru 1835sinnum léttari en vatnsefniseindin, léttasta efnis-
eindin. Ef platan á bakskautinu var gagnstungin líkt og sáld
eða sigti, komu i ljós aðrir geislar, öndverðir hinum og voru
þeir nefndir ka n a lg eis 1 a r. Þá er segull var borinn að
þeim, sýndi það sig, að þeir voru hlaðnir viðlægu rafmagni
og eindirnar í þeim því nefndar viðlægar rafeindir. En lengi
voru menn á báðum áttum um, hvort þessar viðlægu raf-
eindir væru nokkuð sérstakt, eða hvort þær væru ekki öllu
heldur, eins og sýnt mun verða fram á siðar, kjarninn úr
vatnsefniseindinni, þar sem þær eru ámóta þungar og hann.
8. Afl. eða efni*? Crookes hafði haldið því fram,
að það, sem kom í ljós í hylkjum hans, væri »geislandi
efni«. En var það í raun réttri »efni«? Vel mátti fullyrða,
að nokkurt efni hefði orðið eftir inni í hylkjunum, er þau
voru tæmd. En þessar smáeindir, sem birtust í bakskauts-