Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 50
50
ans. Með Moseley’s eigin orðum hljóðar þetta svo: »í frum-
eindinni er einhver frumleg stærð, er vex jöfnum skrefum,
þá er vér förum frá einu frumefni til annars. Þessi stærð
getur ekki verið annað en rafmagnshleðsla hins positívt
hlaðna kjarna«.x)
Sé frumefnunum raðað niður eftir þyngd þeirra, eins og
gert er í frumeinda-töflunni, ber tala hvers frumefnis í röð-
inni réttan vott um, hve margar rafmagnshleðslur kjarni
þess hefir, og að jafn-margar rafeindir snúist í kriugum
kjarnann og rafmagnshleðslur hans eru. Kjarni 79. frumefn-
isins, gulls, hefir 79 rafmagnshleðslur, en 79 rafeindir snú-
ast í kringum hann í misvíðum brautum. —
Allt þetta ber nú vott um, að frumeindirnar séu ekki úr
samfelldu efni, eins og menn áður héldu, heldur myndi þær
einskonar hnattkerfi positívra og negatívra rafeinda, með
einni eða fleirum positívt hlöðnum öreindum i miðið, sem
haldið er saman af nokkrum negatívum rafeindum, ogjafn-
mörgum negatívum rafeindum og rafmagnshleðslur kjarnans
eru margar, er svífa umhverfis hann. En í milli kjarnans
og þessara rafeinda er tómt rúm, og því er mestur hluti
efniseindarinnar alveg efnisvana. Reiknað hefir verið út, að
hringgeisli sólar sé 400. hluti af hringgeisla jarðarbrautar-
innar, en að kjarni efniseindar sé ekki nema 10.000. hluti af
hringbraut rafeindarinnar umhverfis hann, svo að það er
tiltölulega miklu meira tómarúm í efniseindinni en i sjálfu
sólkerfinu.
Það, sem heldur rafeindunum í brautum sínum og sem
næst kjarna, er auðvitað aðdrátturinn milli hins positívt
hlaðna kjarna og hinna negativu rafeinda. En svo gela raf-
eindirnar stokkið úr einni braut í aðra, ýmist að eða frá
kjarna, og ber þetta vott um ýms »innri ástönd« efniseindar-
innar. En hvað er það þá, sem veldur þessum stökkum, og
hvernig Iýsa þau sér?
16. Kvantum-kenningin. Lengst af hafa menn
hugsað sér efnið dault og hlutlaust að öðru leyti en þvi, að
eitt frumefnið gæti tengst öðrum og þau þannig myndað
margbreytileg samsett efni. En nú er svo komið, að menn
hljóta að kannast við, að margbreytilegt afl, svonefnt raf-
segulmagn, búi með sjálfum frumeindunum, og að þær séu
þrungnar af orku. — Eins héldu menn til skamms tíma,
1) Philosophical Magazine, 1913 og 14.