Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 50

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 50
50 ans. Með Moseley’s eigin orðum hljóðar þetta svo: »í frum- eindinni er einhver frumleg stærð, er vex jöfnum skrefum, þá er vér förum frá einu frumefni til annars. Þessi stærð getur ekki verið annað en rafmagnshleðsla hins positívt hlaðna kjarna«.x) Sé frumefnunum raðað niður eftir þyngd þeirra, eins og gert er í frumeinda-töflunni, ber tala hvers frumefnis í röð- inni réttan vott um, hve margar rafmagnshleðslur kjarni þess hefir, og að jafn-margar rafeindir snúist í kriugum kjarnann og rafmagnshleðslur hans eru. Kjarni 79. frumefn- isins, gulls, hefir 79 rafmagnshleðslur, en 79 rafeindir snú- ast í kringum hann í misvíðum brautum. — Allt þetta ber nú vott um, að frumeindirnar séu ekki úr samfelldu efni, eins og menn áður héldu, heldur myndi þær einskonar hnattkerfi positívra og negatívra rafeinda, með einni eða fleirum positívt hlöðnum öreindum i miðið, sem haldið er saman af nokkrum negatívum rafeindum, ogjafn- mörgum negatívum rafeindum og rafmagnshleðslur kjarnans eru margar, er svífa umhverfis hann. En í milli kjarnans og þessara rafeinda er tómt rúm, og því er mestur hluti efniseindarinnar alveg efnisvana. Reiknað hefir verið út, að hringgeisli sólar sé 400. hluti af hringgeisla jarðarbrautar- innar, en að kjarni efniseindar sé ekki nema 10.000. hluti af hringbraut rafeindarinnar umhverfis hann, svo að það er tiltölulega miklu meira tómarúm í efniseindinni en i sjálfu sólkerfinu. Það, sem heldur rafeindunum í brautum sínum og sem næst kjarna, er auðvitað aðdrátturinn milli hins positívt hlaðna kjarna og hinna negativu rafeinda. En svo gela raf- eindirnar stokkið úr einni braut í aðra, ýmist að eða frá kjarna, og ber þetta vott um ýms »innri ástönd« efniseindar- innar. En hvað er það þá, sem veldur þessum stökkum, og hvernig Iýsa þau sér? 16. Kvantum-kenningin. Lengst af hafa menn hugsað sér efnið dault og hlutlaust að öðru leyti en þvi, að eitt frumefnið gæti tengst öðrum og þau þannig myndað margbreytileg samsett efni. En nú er svo komið, að menn hljóta að kannast við, að margbreytilegt afl, svonefnt raf- segulmagn, búi með sjálfum frumeindunum, og að þær séu þrungnar af orku. — Eins héldu menn til skamms tíma, 1) Philosophical Magazine, 1913 og 14.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.