Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 55
55
yfir í hvaða braut hún stekkur. Stökkvi hún aftur á nióti
úr einhverri ytri braut í innri braut, gefur hún aftur frá sér
2, 3 . . . orkuskammta, eftir því á hvaða braut hún lendir.
Rafeindirnar stökkva jafnan alla leið á milli brauta, en aldrei
hálfa leið. Ef rafeind stekkur úr innri braut i ytri braut, þá
sýgur hún i sig ákveðna tegund Ijósgeisla ásamt orku þeirri,
sem við hann er bundin og myndast þá dökk rák í litrófið,
þar sem Ijósgeislinn áður var. En stökkvi rafeindin úr ytri
braut í innri, sendir hún frá sér samsvarandi Ijósgeisla og
orkuskammt, en þá kemur Ijós rák fram í litrófinu á til-
svarandi stað. Stökkvi t. d. rafeind úr 3. braut yfir í 2. braut,
verður sveiflufjöldi geislans eða tíðni: ^ og stökkvi
hún úr 4. braut yfir í 2. braut, verður tíðnin: -r- Þó
2S 4-
hverfa geislarnir iðulega yfir í útrautt og útfjólublátt og verða
þá ósýnilegir.
Árið 1917 orðaði Einstein almennt lögmál um þetta inn-
sog og útvarp geisla og orkuskammta með formúlunni:
Ei -í- E* = hr,
þar sem Ei og Ea táknar orkumagn kerfisins fyrir og eltir
breytinguna, h hið absoluta kvantum eða Plancks konstant
(6.55 X 10 ~27 erg X sek.) og r tíðni geislunarinnar. Gildir
lögmálið jafnt fyrir bina minnstu efniseind sem risasólir með
öllu geislamagni sínu. —
Ekkert frumefni er jafn-einfalt að gerð og vatnsefnið, enda
er það léttast. Helium, næst-léttasta frumefnið, er þegar fjór-
um sinnum þyngra, enda er kjarni þess hlaðinn 2 positív-
um rafmagnshleðslum og 2 negatívar rafeindir hringsóla
kringum hann. Lithium, þriðja léttasta frumefnið, er sex
sinnum þyngra en vatnsefnið, með þrihlöðnum kjarna og 3
negativum rafeindum umhverfis hann o. s. frv. Rá er raf-
eindunum fjölgar enn meir, og þeim fjölgar um eina með
hverju sæti í röðinni, er ekki gott að segja, hvernig þær
skipa sér niður. En það þykjast menn vita, að ekki geti
verið nema ein rafeind í einu í hverri braut. Niels Bohr
hefir búið til líki eða sýnishorn af einföldustu efniseindun-
nm; en er kemur til hinna flóknari efniseinda, þykja ágizk-
nnir hans um niðurröðun rafeindanna ekki koma að haldi
•engur, og ýmislegt hefir komið á daginn síðan 1925, er
gerir það að verkum, að menn eru heldur farnir að fjar-
•ægjast frumeinda-líki Bohrs.