Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 58

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Page 58
58 kenndra frumefna, en þar kom ýmislegt merkilegt í Ijós, einkum þó það, að vatnsefniseindir, sem enginn átti von á, komu þar eins og fjárinn úr sauðarleggnum. Rutherford fyllti glerhylki með köfnunarefni eða súrefni og skaut síðan alphaögnum í gegnum þau. Fæst skotin hittu, en eitt af hverjum tíu þúsundum á að gizka virtust hitta eitthvað, er vék þeim af leið, eða þá beinlínis sundraði því. Alphaagnirnar blossuðu upp, í 3—7 cm. fjarlægð, er þær lentu á zinkþynnu inni í hylkinu; en svo tók annar eðlis- fræðingur, Marsden, eftir fjarlægara og daufara bliki, og þegar farið var að rannsaka það, þá kom það í ljós, að þar voru komnar lausbeizlaðar vatnsefniseindir með lítið eitt hærri rafmagnshleðslu en venjulega. Við nánari rannsókn kom það í ljós, einkum í köfnunarefninu, en síður í súrefninu, að þetta voru hreinir vatnsefniskjarnar, rændir rafeind sinni. Fannst þó nokkur fjöldi þessara kjarna í köfnunarefninu, eftir að alphaagnirnar höfðu leikið um það, og þvi varð ekki komizt hjá að álykta, að kjarnar þessir hefðu komið út úr köfnunarefnis-eindunum. Út úr hinum sjálfgeislándi efnum koma nú tómar heliums- eindir, auk rafeindanna og gammageislanna. En út úr hin- um léttari ógeislandi efnum koma vatnsefniseindir, þegar það lánast að sprengja kjarna þeirra. Nú er súrefnið 16 að þyngd, helium 4; mætti því vel ætla, að súrefniseindin væri orðin til úr 4 heliumseindum, því að 4 X 4 = 16. En köfn- unarefnið heflr eindaþyngdina 14; þvi getur það ekki verið orðið til úr tómum heliumseindum, heldur í hæsta lagi 3 og svo 2 vatnsefniskjörnum. Og úr hverju ætti svo sjálf heliumseindin að vera orðin til? Hún er því sem næst 4 sinnum þyngri en vatnsefniseindin, en ekkert þekkt frum- efni til þar í milli. Því er eina óhjákvæmilega ályktunin sú, að heliumseindinni, ef hún á annað borð er skiptanleg, verði ekki skipt nema í 4 vatnsefniskjarna. En þá er líka vatns- efniskjarninn uppistaðan i kjörnum allra hinna frumefnanna og hið eiginlega frum þeirra (protonj, eða ef menn heldur vilja nefna það svo, öreind allra efniseinda. Ýmsir hafa fallizt á þessar niðurstöður Rutherfords og meðal annara efnafræðingurinn Aston. Leggur hann lítið upp úr þvi, þótt þyngd hinna frumefnanna sé ekki alltaf nákvæmt margfald af þyngd vatnsefnisins. Þvi að bæði er nú það, að kjarnar hinna þyngri frumeinda eru limdir saman með fleiri eða færri negatívum rafeindum, sem þó allténd vega örlitið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.