Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Qupperneq 58
58
kenndra frumefna, en þar kom ýmislegt merkilegt í Ijós,
einkum þó það, að vatnsefniseindir, sem enginn átti von á,
komu þar eins og fjárinn úr sauðarleggnum.
Rutherford fyllti glerhylki með köfnunarefni eða súrefni
og skaut síðan alphaögnum í gegnum þau. Fæst skotin hittu,
en eitt af hverjum tíu þúsundum á að gizka virtust hitta
eitthvað, er vék þeim af leið, eða þá beinlínis sundraði því.
Alphaagnirnar blossuðu upp, í 3—7 cm. fjarlægð, er þær
lentu á zinkþynnu inni í hylkinu; en svo tók annar eðlis-
fræðingur, Marsden, eftir fjarlægara og daufara bliki, og þegar
farið var að rannsaka það, þá kom það í ljós, að þar voru
komnar lausbeizlaðar vatnsefniseindir með lítið eitt hærri
rafmagnshleðslu en venjulega. Við nánari rannsókn kom það
í ljós, einkum í köfnunarefninu, en síður í súrefninu, að
þetta voru hreinir vatnsefniskjarnar, rændir rafeind sinni.
Fannst þó nokkur fjöldi þessara kjarna í köfnunarefninu,
eftir að alphaagnirnar höfðu leikið um það, og þvi varð ekki
komizt hjá að álykta, að kjarnar þessir hefðu komið út úr
köfnunarefnis-eindunum.
Út úr hinum sjálfgeislándi efnum koma nú tómar heliums-
eindir, auk rafeindanna og gammageislanna. En út úr hin-
um léttari ógeislandi efnum koma vatnsefniseindir, þegar
það lánast að sprengja kjarna þeirra. Nú er súrefnið 16 að
þyngd, helium 4; mætti því vel ætla, að súrefniseindin væri
orðin til úr 4 heliumseindum, því að 4 X 4 = 16. En köfn-
unarefnið heflr eindaþyngdina 14; þvi getur það ekki verið
orðið til úr tómum heliumseindum, heldur í hæsta lagi 3
og svo 2 vatnsefniskjörnum. Og úr hverju ætti svo sjálf
heliumseindin að vera orðin til? Hún er því sem næst 4
sinnum þyngri en vatnsefniseindin, en ekkert þekkt frum-
efni til þar í milli. Því er eina óhjákvæmilega ályktunin sú,
að heliumseindinni, ef hún á annað borð er skiptanleg, verði
ekki skipt nema í 4 vatnsefniskjarna. En þá er líka vatns-
efniskjarninn uppistaðan i kjörnum allra hinna frumefnanna
og hið eiginlega frum þeirra (protonj, eða ef menn heldur
vilja nefna það svo, öreind allra efniseinda.
Ýmsir hafa fallizt á þessar niðurstöður Rutherfords og
meðal annara efnafræðingurinn Aston. Leggur hann lítið upp
úr þvi, þótt þyngd hinna frumefnanna sé ekki alltaf nákvæmt
margfald af þyngd vatnsefnisins. Þvi að bæði er nú það, að
kjarnar hinna þyngri frumeinda eru limdir saman með fleiri
eða færri negatívum rafeindum, sem þó allténd vega örlitið.